Innskráning í Karellen
news

Upplýsingar vegna heitavatns

08. 02. 2024

Þar sem heitavatnslögn er farin í sundur þá finnst okkur réttast að upplýsa ykkur um stöðu mála.

Við höfum fengið þau tilmæli frá Reykjanesbæ að skólastarf helst óbreytt á meðan hiti er í húsum ásamt því að spara það heita vatn sem nýtt er og hafa glugga lokaða. Unnið er að aðgerðaráætlun fyrir næstu daga sem við munum upplýsa ykkur um eins fljótt og hún verður tilbúin.

Við erum örugg á Akri og hiti enn í húsi, okkur líður vel og ætlum að njóta dagsins saman. Ekki er þörf á viðbrögðum frá foreldrum að svo stöddu.

Kærleikskveðjur Sigrún Gyða

Dear families,

The hot water line is broken due to the volcanic eruption, we have been asked to close all windows and wait for further informations from Reykjanesbær, as of now the day will go as it should and we will keep you informed if there is any need for you to respond to the situation. We are safe, we are happy and plan to enjoy the rest of the day.

Best wishes Sigrún Gyða

© 2016 - Karellen