Innskráning í Karellen

Söngbók Hjallastefnunnar - Glatt á Hjalla

Árið 2010 var söngbók Hjallastenunnar gefin út, fékk hún nafnið Glatt á Hjalla.

Langþráður draumur er orðinn að veruleika; söngbókin okkar Hjallastefnufólks með öllum gömlu og góðu lögunum og líka nýjum og spennandi lögum og allt með gítargripum! Getur lífið verið okkur betra? Að auki fylgja tveir diskar með tónlistinni með mörgum laganna. Bæði með söng, til að lag og ljóð lærist vel og svo með undirleiknum einum og sér, fyrir söng barnanna.

Með þessu framtaki hefur Hjallastefnan skapað viðeigandi umgjörð um það stórkostlega ævintýri sem samsöngur barna og fullorðinna er og allt hefur verið gert til að niðurstaðan verði sem best. Munum að vellíðan okkar allra eykst um 400% með að syngja af hjartans list og lyst góða stund. Sú virðing sem útgáfan sýnir tónlist Hjallastefnunnar er líka í fullkomnum samhljómi við þá áherslu sem við höfum alla tíð lagt á söng og tóniðkun í skólunum okkar. Bæði „lítil“ og „stór“ lög og ljóð og allar gerðir sönglaga eru með, enda er engin ein tegund tónlistar sú eina rétta fremur en nokkuð annað í Hjallastefnunni. Það er sönggleðin sem gildir og útgáfan ber auðvitað nafnið „Glatt á Hjalla“ eftir fyrstu söngbók Hjalla í árdaga Hjallastefnunnar.

Bestu þakkir, stórkostlega Hjallastefnufólk sem hafið byggt upp söngmenninguna okkar og sett okkur í fremstu röð í tónlistarstarfi. Bestu þakkir allir snillingar sem hafið unnið að verkinu: tónlistarfólk, tæknifólk og útgáfufólk! Við hin þrífum fram hljóðfærin, hitum röddina og tökum lagið

Margrét Pála Ólafsdóttir

© 2016 - Karellen