Innskráning í Karellen

Fjölmenningarstarf á Akri

Akur hlaut styrk úr Sprotasjóði fyrir fjölmenningarstarfið. Verkefnið felur í sér að efla þekkingu og reynslu kennara af menntun ólíkra barna, styðja námslega stöðu barna af erlendum uppruna í leikskólanum, iðka samskipti við foreldra, stuðla að og styðja við virkt tví- og fjöltyngi barna. Þar að auki verður lögð áhersla á að þróa jákvæð viðhorf og hæfni starfsfólks, barna og foreldra gagnvart fjölbreytileikanum.

Lokaskýrsla fyrir sprotasjóð 2016-2017

Verkefnið mun fela í sér eftirfarandi: starfsmannafræðslu og foreldraspjall um tvítyngi og menntun ólíkra barna; upplýsingar á ýmsum tungumálum; myndrænar samskiptabækur; og það að kynnast tungumálum sem börn, fjölskyldur og starfsmenn kunna. Kriselle og Karólína eru verkefnastjórar fjölmenningarstarfs Akurs.

Málstefna Akurs

© 2016 - Karellen