Innskráning í Karellen

Sagan af Narfakotsseylu

Leikskólarnir Akur og Holt ásamt Akurskóla unnu saman að samfélagslegu samstarfsverkefni um útinámssvæði í Narfakotsseylu. Útikennslusvæðið er fyrir nemendur tveggja til sextán ára, börnin tóku virkan þátt í uppbyggingu svæðisins en hugsunin á bak við svæðið og verkefnið í heild er að börnin komist í nánari samband við náttúruna, samfélagið og umhverfið á merkingabæran máta í gegn um námið. Narfakotsseyla er ekki einungis ætluð börnum og kennurum þeirra í útinámi heldur líka fyrir íbúa svæðisins og aðra gesti.

Verkefnið byrjaði haustið 2009 með sameiginlegum starfsdegi skólanna þriggja þar sem hugmyndavinna og þróun svæðisins fór fram. Vorið 2010 hittust börn skólanna þar sem málin voru rædd og hugmyndir settar fram. Eftir það var tillaga lögð fram og kynnt fyrir Umhverfis- og skipulagsráðs Reykjanesbæjar um útinámssvæði í Kópu. Landslagsarkítektinn Guðmundur Hrafn Arngrímsson var fenginn til að vinna verkefnið með skólunum, lagði hann til áhugaverðar hugmyndir um að nota sérstöðu svæðisins ásamt því að vinna út frá ativnnuháttum fyrri tíma og hygmyndum um sjósókn.

Ferlið við uppbyggingu hófst í september 2011, þá kom fjölþjóðlegur hópur frá sjálboðaliðasamtökunum SEEDS til að aðstoða við að byggja upp svæðið og í framhaldinu af því tóku börn, foreldrar og kennarar skólanna þátt í áframhaldandi uppbyggingu

Grein um Narfakotsseylu: https://www.vf.is/adsent/thakklat-fyrir-utikennslu...

© 2016 - Karellen