Innskráning í Karellen

Læsis- og stærðfræðiáætlun Akurs

Tilgangur læsis- og stærðfræðiáætlunarinnar er að auðvelda hópakennurum að fara markvisst í málörvun með sínum hóp. Með skipulögðum hætti þar sem blandað er saman ýmsum efnivið sem reynst hefur vel og honum deilt yfir árið í takt, sátt og samlyndi við kynjanámskrá Hjallastefnunnar. Efniviður sem nýttur er í þessa áætlun er til dæmis Orðaforðalisti Menntamálastofnunar sem tekinn var saman af Elsu Pálsdóttur. Listinn er settur upp með orðaforðaþemu sem hægt er að byggja á eftir aldri og málstöðubarns hverju sinni (eftir aldri). Einnig var listanum skipt eftir viðeigandi lotum í kynjanámskrá Hjallastefnunnar.

Hér geti þið lesið Læsis- og stærðfræðiáætlun Akurs


Málörvunarefnið Lubbi finnur málbeinið eftir Eyrúnu Ísold Gísladóttur, Freydísi Kristjánsdóttur, Þóru Másdóttur og Þórarinn Eldjárn, er nýttur með börnum á öllum aldri sem grunnur í hljóðainnlögn og er góður undanfari 5 ára námskrár Hjallastefnunnar. Til að einfalda leikinn enn frekar er listanum skipt niður viku í senn með uppbótarvikum til upprifjunar.

Hér geti þið lesið um Lubba vin okkar


Áætlunin er viljandi höfð eins hnitmiðuð og hægt er til að gefa kennaranum frelsi á framkvæmd og að setja sett sinn svip á hverja viku. Þess ber að geta að ekki eru hljóðkerfisvitundaræfingar settar inn í áætlunina sérstaklega. Áætlunin er unnin af Leikskólanum Akri en hverjum Hjallastefnuskóla er frjálst að gera hana að sinni eigin (góðum hugmyndum er alltaf gott að deila með vinkonum og vinum).


Einnig hefur starfsfólk farið á Numicon námskeið en Numicon eru stærðfræðikubbar sem eru frábærir í stærðfræðikennslu

Hér geti þið lesið Numicon

© 2016 - Karellen