Innskráning í Karellen

Stjórn foreldrafélags Akurs 2023-2024

Gunnar Friðberg Jóhannsson, formaður (verðandi)

Eyrún Guðnadóttir, gjaldkeri (verðandi)

Hanna Birna Valdimarsdóttir (fráfarandi formaður)

Þorgerður Anja Snæbjörnsdóttir (fráfarandi gjaldkeri)

Marta Kristín Jónsdóttir

Leó Baldursson

Starfsemi foreldrafélagsins

Hlutverk og markmið foreldrafélagsins:

 • Efla og tryggja velferð barnanna á Akri.
 • Efla tengsl og samvinnu foreldra, barna og starfsmanna leikskólans
 • Vera tengiliður foreldra við stjórnendur leikskólans
 • Gefa foreldrum tækifæri á því að hafa áhrif á leikskólastarfið, aðbúnað barnanna og umhverfi þeirra.
 • Fylgjast með málum sem koma upp í samfélaginu í tengslum við leikskóla s.s. fjárveitingar, kjör starfsfólks o.fl.
 • Halda fundargerðir og setja á netið svo þær séu sýnilegar öðrum foreldrum
 • Stuðla að auknum þroska og hæfileikum barnanna með því að bjóða þeim upp á ýmsa viðburði til viðbótar við leikskólastarfið

Helstu verkefni foreldrafélagsins:

 • Bjóða upp á jólasýningu í desember fyrir börn og starfsfólk
 • Halda fræðslufyrirlestra í sameiningu með foreldrafélögunum í Reykjanesbæ 1-2 fræðslufyrirlestra á ári.
 • Halda sumarhátið fyrir börnin og fjölskyldur þeirra áður en haldið er í sumarfrí
 • Hafa opið hús einu sinni á ári um helgi, þar sem fjölskyldur geta komið saman með börnum sínum, hist og átt notarlega stund í leikskólanum.
 • Taka þátt í kostnaði sem leikskólinn óskar eftir.
 • Nýta okkar krafta í gott samstarf milli foreldra og leikskólans.
 • Aðrar skemmtanir og viðburði sem gleðja börnin og starfsfólk Akurs.Fundargerðir foreldrafélagsins

Nýrri fundargerðir er að finna á Facebookhóp Foreldrafélagsins

Foreldrafélag Akurs Fundur þann 7. Nóvember 2007.

Eftirtaldir foreldrar eru í foreldrafélaginu.

Brynja Vigdís, Gunnhildur, Elín Thelma, Hulda, Jóhanna Björg, Kristín, Laufey, Kristín Hjartard. og Ósk Laufey. Einnig voru Heiðrún leikskólastjóri og Sibba aðstoðarleikskólastjóri mættar okkur til halds og trausts.

Elín Thelma bauð sig fram sem formaður foreldrafélagsins, sem var samþykkt einróma, Kristín Hjartard. er ritari og Ósk Laufey er gjaldkeri foreldrafélagsins.

Ákveðið var að hafa foreldrafulltrúa hjá hverri deild, þetta er gert til að hægt sé að hafa reglulega viðburði sem foreldrar og börnin þeirra geta tekið þátt í. Ein hugmyndin hljómaði þannig að foreldrar myndu hittast með börnin sín eftir leikskóla, á leikskólalóðinni og leyfa þeim að leika sér saman, á meðan foreldrarnir eru að kynnast hvort öðru. Þetta er gert til að börnin fái að hittast utan venjulegs leikskólatíma og að þau nái að mynda tengsl við hvort annað utan leikskólans.

Hlutverk foreldrafélagsins ætlar Elín Thelma að skrifa niður þannig að Heiðrún getur sett það á heimasíðu leikskólans.

Skipulagning jólaballs fór vel af stað, Brynja Vigdís er búin að bóka jólasveina (2 menn), kostar 30 þúsund.

Gunnhildur er búin að fá hálfan sal hjá íþróttaakademíunni, við munum skreyta og ganga frá en akademían mun þrífa salinn. Kostar 40 þúsund.

Ósk Laufey ætlar að útvega jólatré.

Allir foreldrar koma með smá bakkelsi, t.d. smákökur, eitthvað sem þarf ekki að nota disk undir og mylst ekki út um allt.

Jóhanna ætlar að athuga með drykkjarvörur hjá Vífilfell og á fleiri stöðum. Einnig sagði Jóhanna að hún ætti mikið af jólageisladiskum, ef það vantar.

Elín ætlar að útvega jólagjafir fyrir börnin, þær gjafir verða gefnar á litlu jólunum í leikskólanum. Mandarínur verða gefnar á jólaballinu, þegar jólaballinu er að ljúka.

Athuga hvort það sé einhver í foreldrahópnum sem spilar á hljóðfæri, hugmynd um að setja fyrirspurnir um það á töflurnar sem eru fyrir utan hvern kjarna, einnig að spyrja foreldrana hvort einhver væri tilbúinn að spila á jólaballinu, þegar Magga Pála kemur þann 28. Nóvember.

Annars var tala um að hafa samband við Mumma (Guðmundur Hermannsson) eða Bubba (ekki Morteins).

Einnig vaknaði sú hugmynd upp hvort að börnin gætu ekki búið til músastiga og fleira skraut til að skreyta salinn með og eftir jólaballið mega þau taka með sér heim það sem þau gerðu.

Elín ætlar að athuga með farandleikrit, jólaleikrit sem kallast Leikhús í tösku.

Næsti fundur verður þann 28. Nóvember, þá kemur Magga Pála og segir frá hugmyndafræðinni á bak við hjallastefnuna. Einnig verður foreldrafélagið kynnt og hvað er á dagskrá hjá foreldrafélaginu á næstunni.

Foreldrafélagsfundur hjá leikskólanum Akur

Mánudagurinn 10. Desember 2007.

Á fundinum var verið að ræða um jólaball leikskólans sem haldið verður þann 15. Desember.

Á fundinum var rætt um það sem þyrfti að gera fyrir jólaballið. Farið yfir það sem búið var að ákveða. Vildum vera vissar um að ekkert væri að gleymast.

Jólasveinarnir voru komnir á hreint, Brynja Vigdís sá um þá.

Gunnhildur sá um að íþróttaakademían væri til fyrir okkur. Allt klappað og klárt þar.

Elín Thelma fékk Mumma til að koma og spila.

Foreldrarnir koma með veitingarnar fyrir jólaballið.

Jóhanna var búin að panta drykkjavörurnar, verða sóttar rétt fyrir jólaballið.

Það var til jólatré í Akademíunni sem var notað.

Börnin fá mandarínur á jólaballinu.

Foreldrafélagið sér um skreytingar á salnum, með jólaseríum að heiman.

Fundurinn var haldinn til að fara yfir framvindu málanna tengt jólaballinu og var allt í góðu standi og það sem þurfti að gera fyrir jólaballið var búið að leysa.

Jólaballið 15. Desember 2007, á vegum foreldrafélags Akurs.

Jólaballið heppnaðist vel í alla staði, foreldarnir komu með veitingar þegar þeir komu á jólaballið.

Hinar duglegu mæður í foreldrafélaginu sá um að skreyta og fegra akademíuna, það gekk vel þrátt fyrir að við vorum ekki með mikið af jólaskrauti með okkur. En það varð kósý stemning.

Jólaballið gekk vel fyrir sig, enginn slasaðist, a.m.k. ekki alvarlega og fólk fór sælt og glatt heim eftir að dansa í kringum jólatréið, börnin nutu þess að vera á jólaballinu og höfðu gaman af.

Ekki voru neinir foreldrar (nema Björn hennar Huldu) tilbúnir að hjálpa til eftir jólaballið með að ganga frá og þrífa, en við fórum létt með þetta.

Samstarfsfundur foreldrafélaga í Reykjanesbæ

16. Janúar 2008

Elín Thelma og Kristín Hjartard. mættu fyrir hönd leikskólans Akurs

Þessi fundur var haldinn til að koma á samstarfsverkefni milli foreldrafélaga leikskólanna í Reykjanesbæ.

Það sem var verið að ræða á fundinum er að gefa öllum börnunum á leikskólaaldri bók sem heitir þetta eru mínir einkastaðir. Bókin er forvarnarstarf gegn kynferðisofbeldi.

Félagssamtökin Blátt áfram www.blattafram.is eru svo tilbúin að vera með fyrirlestur fyrir foreldra um verkefnið og að það sé leikrit fyrir elstu börnin á leikskólanum, þá í vor.

Í dag erum við að safna styrkjum frá fyrirtækjum á Suðurnesjunum og gengur það frekar hægt. Erum komin með um 300 þúsund en einungis bækurnar kosta 635 þúsund.

Síðan bætist ofan á þetta kostnaður við fyrirlestur.

Foreldrafélagsfundur hjá leikskólanum Akur

Miðvikudagurinn 13. Febrúar 2007

Mættar voru: Heiðrún, Sibba, Elín Thelma, Kristín Hjartard., Ósk Laufey og Guðmunda.

Farið var yfir forvarnarverkefnið sem foreldrafélögin í Reykjanesbæ standa fyrir. Bókin „þetta eru mínir einkastaðir" mun verða gefin til allara leikskólabarna í Reykjanesbæ og erum við að safna styrkjum fyrir bókunum núna.

Sem skref tvö í forvarnarverkefninu vilja foreldrafélögin bjóða foreldrum leikskólabarna upp á fyrirlestur um kynferðisofbeldi.

Leikskóla lóðin var rædd, þar á eftir að setja upp eina stóra rólu, félagsrólu, þar geta mörg börn rólað saman í staðinn fyrir að þau séu alltaf ein að róla. Þetta eru mjög skemmtilegar rólur. Von er á að rólan komi von bráðar. Einnig er ný búið að setja upp „barnagirðingu" innan leiksvæðisins, til að geta tryggt öryggi barnanna ennþá betur.

Næsta fjölskylduhátíð sem foreldrafélagið ætlar að standa fyrir verður 8. Mars. Þá höfðum við hugsað okkur að hafa opinn leikskólann milli 11-13 og þá geta börnin komið með foreldrum, ömmum, öfum, frænkum, frændum, systkinum. Foreldrar eru beðnir að koma með eitthvað smotterí til að geta nartað í má vera kökur eða eitthvað hollt og gott (ávextir/grænmeti) eitthvað sem þarfnast ekki fyrirhafnar. Einnig að brýna fyrir fólki að ganga vel um og að það gangi frá eftir sig. Börnin sýni fjölskyldunni sinni deildina sína, leikskólann, hvað þau gera á leikskólanum, myndir eftir börnin á veggjunum og fl.

Fjölskylduhátíð sem kemur næst á eftir þessari verður haldin 31. Maí, þá er það líka á laugardegi og leikskólinn verður opinn milli 11-13 og þá geta fjölskyldur komið og átt glaðan dag með börnunum á leikskólanum.

Elín, Heiðrún og Sibba fóru á fund með formönnum foreldrafélaga og leikskólastjórnendum Hjallastefnu leikskólanna. Þau hittust í Laufásskóla. Þar var ýmislegt rætt, hugmyndum kastað á milli, rætt hvað væri á dagskrá hjá foreldrafélögunum og fleira.

Foreldrafélagsfundur á Akri þann 14. apríl 2008

Mættar: Kristín, Elín, Heiðrún, Sibba, Jóhanna.

Reyna fá inn nýja og áhugasama foreldra sem hafa áhuga á að starfa með foreldrafélaginu.

Forvarnarverkefnið gekk vel, erum í plús eftir að hafa keypt bækur fyrir öll leikskólabörn á Suðurnesjunum. Einnig erum við í plús eftir að hafa greitt fyrirlesturinn frá Blátt áfram. Peningasöfnunin gekk vel.

Hugmynd um að styrkja rútuferð fyrir elstu börnin, þau börn sem eru að fara í skóla í haust. Rútuferð fyrir útskrifarferðina hjá þeim, við sögðum að það ætti ekki að vera neitt mál, heyra í Ósk.

Fjölskylduhátíð:

Hafa frekar skemmtiatriði fyrir foreldra, hver kjarni yrði þá með skemmtiatriði, athuga hvað kennararnir segja við því.

Spurning hvort að hægt sé að fá einhverja foreldra til að spila undir ef börnin eru að syngja og svona. Spurning um að hengja upp tilkynningu á töfluna og spyrja hvort einhverjir foreldrar spili á gítar eða hljómborð.

Styrkir: Reyna fá svala einhverstaðar. Laukur/tómatsósa/sinnep/remolaði/steiktur laukur fyrir pulsurnar. Athuga með ís hjá Kjörís/emmesís.

Fá karlana okkar til að grilla pulsur (Elín, Ósk, Kristín)

Ef veður verður slæmt er hægt að færa þetta inn.

Hafa svið hjá/á pallinum,

Fá bretti lánuð hjá byko eða húsasmiðjunni, og athuga hvar hægt sé að fá plötur ofaná.

Hljóðkerfi og grill, athuga hjá Reykjanesbæ.

Hafa fjöldasöng á hátíðinni, dreifa blöðum með textum.

Setja dagskrá í hólfin hjá foreldrunum þannig að fólk sé ekki að mæta of seint með barn sem á að vera á ákveðnum tíma með skemmtiatriði. Setja dagsskrá saman um tímasetningum á öllu.

Gjöf fyrir leikskólann, afhenta á afmælisdegi leikskólans í haust. Dót í íþróttasalinn, trampólin, dýnur, körfuboltaspjald, hokkímörk, rimlar, skrúfur og dótarí.

Hafa skólann með meira íþróttardóti töluðu stjórnendurnir um (Heiðrún og Sibba).

Mjólkursamsalan var einu sinni að gefa körfubolta spjöld. Athuga hvort þeir eigi svoleiðis ennþá.

Leikvöllurinn:

Róla, hún er hjá nesprýði, athuga hvernig staðan er á því. Það eru til fötur.

Spurning um að hafa körfuboltaspjald á skúrnum sem hægt er að taka inn á kvöldin og setja út á morgnanna.

Hafa garðdúk til að nota með staurunum, ýmsar aðrar hugmyndir kviknuðu.

Hafa hamar og nagla til nota í hópastarfi. Góð hugmynd.

Fjölskylduhátíð Akurs, laugardaginn 31. Maí 2008.

Foreldrar í stjórn foreldrafélagsins mættu rúmlega klukkustund áður en fjölskylduhátíðin hófst og fór að skreyta leikskólagarðinn. Það voru blöðrur hengdar upp, sviðið var skreytt (skreytingarnar fuku af frekar snemma), það var undirbúið það sem þurfti að gera fyrir grillið ásamt fleiru sem þurfti að sjá um tengt undirbúningi.

Hátíðin hófst með pompi og prakt rúmlega 11.30, þá var haldið af stað í skrúðgöngu kringum leikskólann, þeir sem leiddu skrúðgönguna voru trommarar frá tónlistarskólanum og lögreglumaður á mótorhjóli. Börnin voru mjög ánægð með skrúðgönguna.

Skrúðgöngunni lauk á leikskólalóðinni þar sem söngatriði barnanna tóku við, söngurinn tókst ótrúlega vel og voru flest börnin vel tilbúin til að stíga á svið og syngja. Betra hefði verið að hafa sviðið hærra til að allir gætu séð en ekki einungis tíu fremstu. Yngstu kjarnarnir sungu saman, miðkjarnarnir saman og svo elstu nemendurnir saman.

Eftir að söngatriðunum lauk var gætt sér á pulsum og frostpinnum. Það voru mismunandi stöðvar í gangi, andlitsmálun, sápukúlur, krítar, fallhlífin og svo gátu börnin leikið sér í leiktækjunum að vild.

Börn og foreldrar voru mjög ánægðir með daginn, engin slys urðu og allt fór vel fram. Mætingin var góð, flest allir sáu sér fært um að ganga frá eftir sig því var ekki mikið um rusl á leikskólalóðinni sem okkur þótti mjög gott, tók rúman klukkutíma að ganga frá og þrífa. Sem telst mjög gott.

© 2016 - Karellen