Sigrún Gyða Matthíasdóttir
Leikskólastýra
Sigrún Gyða er alin upp á Laugum í Reykjadal fyrir norðan og finnur hún mikla tengingu við Norðan fólkið í Game of Thrones. Sigrún er komin af kennurum en báðir foreldrar hennar eru kennarar. Sigrún byrjaði að vinna í Hjallastefnunni sem liðvettlingur frá 13 ára aldri og hefur verið viðloðandi við stefnuna síðan. Sigrún hefur unnið á Ásum í Garðabæ, Hjalla í Hafnarfirði, Velli á Ásbrú, Sólborg í Sandgerði en ákvað að setjast að og skjóta rótum á Akri. Sigrún er Þroskaþjálfi í grunninn og nam M.Ed í menntunarfræðum leikskóla og skartar því starfsheitinu leikskólakennari. Í námi voru hennar helstu áherslur; námssamfélag fyrir alla og vinna með einhverfum börnum. Helstu áhugamál Sigrúnar eru leirkerarennsla, sjósund, frjálsar íþrótti, stangveiði, hjólreiðar, sjónvarpsáhorf, nammiát, hollusta, freiðibað, stígvélakast, kanínuræktun, staðfesta, leikskóladagatalagerð og skýrslugerð, svo fátt eitt sé nefnt.