Innskráning í Karellen

Kjarnar á Akri

Á Akri eru 6 kjarnar, kjarni er okkar orð yfir deild og hefur sömu merkingu þó með öðrum áherslum. Kjarnar eru sjálfstæðar einingar þar sem börn og kennarar vinna í sameiningu að markmiðum sínum. Börnunum er svo skipt niður í sjálfstæða hópa, hver með sinn kennara.

Kjörnunum er skipt í Stúlknaeiningu og Drengjaeiningu. Þeir eru sitt hvorum megin í húsinu en samkvæmt kynjanámsskrá Hjallastefnunnar er sérstökum vinahópum ætlað að hittast á hverjum degi og iðka það sem við köllum kynjablöndun en þau hittast kynin og gera verkefni á jafnréttisgrundvelli.

Kjarnarnir á Stúlknaeiningu kallast Appelsínugulikjarni, Grænikjarni og Bláikjarni

Kjarnarnir á Drengjaeiningu kallast Fjólubláikjarni, Gulikjarni og Rauðikjarni

© 2016 - Karellen