Innskráning í Karellen

Allir í sama liði í skólafötum Hjallastefnunnar

Skólaföt fyrir ungt fólk á öllum aldri hafa verið hluti af Hjallastefnustarfi í fjölmörg ár og setur það sterkan svip á allt okkar skólastarf. Fatnaður er merkingarbær og því telur Hjallastefnan skólafatnað mikilvægan þátt í starfinu. Þegar börnin eru í skólafötum þá tökum við frekar eftir þeim sjálfum frekar en fötunum sem þau klæðast. Samkeppni og metingur milli barna minnkar stórlega en fyrst og síðast er það gleðiefni að geta boðið uppá vandaðan fatnað sem er bæði fallegur, þægilegur og börnin geta verið sem mest sjálfbjarga. Mikil ánægja er með þetta fyrirkomulag, liðsheild skapast, foreldrar og forráðamenn spara pening og starfið verður enn ánægjulegra í þægilegum fatnaði. Skólafataviðmið á Akri eru hér að neðan.

Það er gaman að vera öll í sama liðinu og eins klædd!

Allar vörur í skólafatalínu Hjallastefnunnar eru seldar í vefverslun. Hún er sundurliðuð fyrir leikskóla, barnaskóla og miðstig. Allir skólarnir eru með mátunareintök af skólafötunum þannig að það er hægt að sjá hvaða stærðir henta fyrir börnin áður en pantað er. Ef varan passar ekki eða er gölluð er hægt að skila og fa nýja vöru.

Hér er Vefverslun Hjallastefnunnar


Skólafataviðmið á Akri

Þumalputtaregla:

Við á Akri erum stoltur Hjallastefnuskóli og eru okkar stórkostlegu skólaföt mikilvægur þáttur í jafnréttiskennslu, hér erum við öll í sama liði. Við viljum alltaf að börnin séu í skólafötum, og/eða fötum sem passa við skólafötin og draga ekki athygli að sér, við viljum að athyglin sé á börnunum. Skólafatakaup eiga ekki að vera íþyngjandi fyrir foreldra og erum við ávallt tilbúin að aðstoða með bros á vör ef þörf er á.

Kennarar fara eftir þessum viðmiðum varðandi skólaföt:

 1. Skólaföt eru alltaf í boði. (bolur og buxur)

 2. Önnur föt (buxur, sokkabuxur, leggjabuxur, bolur innanundir skólabol) eru í boði ef eftirfarandi er framfylgt:

  1. Barnið er í skólabol.

  2. Þau er í sama lit og skólaföt bjóða upp á (rauður og blár).

  3. Þau eru í svörtum, hvítum eða gráum litatón (grayscale).

  4. Einungis Hjallastefnupils eru í boði, þau eru þó því miður hætt í sölu.

  5. Buff, peysur og annar útivistarfatnaður er geymdur í hólfi, Hjallastefnubuff og peysur eru þó einnig í boði inni ef ekki hlýst truflun af.

  6. Þessi viðmið eiga einnig við um aukaföt í hólfi.

 3. Sokkar: Þar má sköpunargáfan ráða ríkjum. Sokkabuxur lúta sömu viðmiðum og buxur.

 4. Föt með einhverskonar fígúrum, áberandi merkjum eða athyglisgrípandi litum eru afþökkuð. Einnig eru afþökkuð marglit föt eða föt með skrauti eða öðru sem stríðir gegn markmiðum þessara reglna, að athyglin sé á börnunum en ekki fötunum þeirra. Kennarar munu aðstoða foreldra og börn og lána með bros á vör skólaföt.

 5. Afmælisbörnum er frjálst að koma í þeim fötum sem þau vilja og höldum við veislu í húsi þeim til heiðurs.


School uniforms in Akri

Rule of thumb:

We at Akur are a proud Hjalli-model school and our wonderful school clothes are an important part of teaching equality, here we are all in the same team. We always want the children to be in school clothes, and / or clothes that match the school clothes and do not attract attention, we want the attention to be on the children. Buying school clothes should not be burdensome for parents and we are always ready to help with a smile on our face if needed.

Teachers follow these guidelines regarding school clothes:

 1. School clothes are always preferable. (shirt and pants)

 2. Other clothes (trousers, tights, leggings, shirt inside the school shirt) are allowed if the following is enforced:

  1. The child is in a school shirt.

  2. They are the same color as school uniforms offer (red and blue).

  3. They are black, white or grayscale.

  4. Only Hjalli-model skirts are allowed, sadly those have been discontinued.

  5. “Buff”, sweaters and other outdoor clothing are stored in the compartment, Hjalli-model “buff” and sweaters are also available indoors if there is no disturbance.

  6. These criteria also apply to extra clothes in the compartment.

 3. Socks: there you can be creative. Tights are subject to the same criteria as pants.

 4. Clothes with some kind of figure, prominent marks or eye-catching colors are rejected. Also, we reject multi-colored clothes or clothes with ornaments or anything that goes against the goals of these rules, that the attention is on the children and not their clothes. Teachers will assist parents and children and with a smile on their face, lend them school clothes.

 5. On their birthday, children are free to come in the clothes they want and we have a party in the house in their honor.

© 2016 - Karellen