Innskráning í Karellen
news

Skemmtilegur laugardagsmorgunn

16. 10. 2023

Við vorum með fjölskyldumorgunn þar sem fjölskyldum og börnum bauðst að koma og leika sér með þematengdan efnivið til að styðja við móðurmál barnanna. Við nýttum okkur orðaforðaþema Sjálfstæðislotunnar sem allir á leikskólanum eru að vinna með þessa stundina: Fatnaður, litir, dýr og leikföng. Fölskyldur komu og nýttu sér þennan orðaforða á sínu móðurmáli í gegnum leiki. Þetta var notaleg gæðastund foreldra og barna.


© 2016 - Karellen