Innskráning í Karellen
news

Lokað á morgun / Closed tomorrow

19. 12. 2022

Kæru foreldrar/forráðamenn.

Í ljósi mikillar ófærðar og áframhaldandi slæmrar veðurspár hefur verið tekin ákvörðun í samráði við

umhverfissvið Reykjanesbæjar að loka leikskólum í Innri-Njarðvík og á Ásbrú á morgun, þriðjudaginn

20. desember. Þetta er gert til þess að fækka bílum í umferð þannig að snjómokstur geti gengið

greiðlega fyrir sig. Í þessum hverfum eru bílar víða fastir á götum og hamla umferð og snjómokstri.

Bílastæði við leikskóla, götur og gangstéttar eru illfærar sem stendur og þá munu ferðir strætisvagna

liggja niðri á morgun.

Fræðsluyfirvöld í Reykjanesbæ.


Summary: Akur is closed tomroow, Stay home, stay safe!

© 2016 - Karellen