Innskráning í Karellen
news

Heita vatnið að koma rólega á

12. 02. 2024

Nú eru gleðifréttir þar sem heita vatnið er loksins að koma á hér á Akri. Það hefur gengið vel hjá okkur í dag að halda hita með ofnum í hverju rými og á morgun verður vonandi kominn góður hiti í húsið.

Skólamatur reddaði okkur gómsætum fiskbollum og Sigurjónsbakarí græjaði rjómabollur fyrir okkur og eru því allir hlýjir, saddir og sáttir.

Kærleikskveðjur frá starfsfóki Akurs

© 2016 - Karellen