Innskráning í Karellen
news

Hænur í sumarlandinu

17. 08. 2023

Í nótt kom minkur í hænsnakofann okkar og veiddi hænurnar okkar.

Minkar eru lítil rándýr sem veiða sér til matar, minkar borða fisk, fugla og hræ.

Næstu verkefni er að hreinsa hænsnakofann og það munu koma aftur hænur í kofann síðar.

Hænurnar okkar voru heppnar hænur sem fengu að njóta lífsins með okkur.

Svona getur gerst og þetta er gangur lífsins.

Við þökkum Ásu, Gógó, Bangsa og Doppu, sem kvaddi fyrr í sumar, fyrir samfylgdina.

© 2016 - Karellen