Innskráning í Karellen
news

Gleði er fagmennska!

14. 06. 2022

38 kennarar af Akri fóru saman til Glasgow á tveggja daga námskeið hjá Margréti Pálu, stofnanda og hugmyndasmið Hjallastefnunnar. Þar fórum við yfir grunngildi Hjallastefnunnar og nálgun hugmyndafræðinnar. Námskeiðið var í senn mjög skemmtilegt, krefjandi og nærandi. Einnig fórum við og skoðuðum systurskólann okkar úti í Glasgow sem heitir Elmwood. Þau eru að innleiða Hjallastefnuna og má til gaman segja frá því að 6 kennarar á Akri munu leggja leið sína þangað í sumar og vera skosku kollegum okkar innan handar. Hér fyrir neðan má sjá myndir af námskeiðinu.

© 2016 - Karellen