news

Velkomin aftur!

08. 08. 2019

Í dag tóku glaðir kennarar á móti okkar dásamlegu börnum eftir sumarleyfi, við erum svo hamingjusöm að vera komin aftur til starfa og voru kennarar á fullu að gera skólann okkar tilbúinn til móttöku barna í gær.

Við höfum fengið fjölmargar spurningar um komu hænsna hér í leikskólann okkar en þar sem hænsnakofinn okkar verður ítrekað fórnarlamb skemmdarverka þá dregst það ef til vill aðeins áfram. Þakið á kofanum var rifið upp vikuna fyrir opnun og því verðum við nú að láta laga það. Við erum samt hvergni nærri hætt. Við ætlum okkur að fá hænur.

Kennarahópurinn er að mestu óbreyttur á þessu skólaári en við bjóðum samt velkomnar Eiríku sem ætlar að vera kennari á Gulakjarna og Eyrúnu okkar bjóðum við velkomna aftur til okkar eftir fæðingarorlof.


© 2016 - Karellen