Innskráning í Karellen

Brúum bilið

Brúum bilið var stofnað til að brúa bilið milli skólastiga, sem sagt elstu börn leikskólans og 1. bekkjar í grunnskóla. Kjarnastjórar á elstu kjörnum fara á nokkra fundi með deildarstjórum á Holti og 1. bekkjar kennurum í Akurskóla ásamt deildarstjóra yngri barna yfir veturinn í Akurskóla til að skipuleggja veturinn. Leikskólabörnin fara í nokkrar heimsóknir í skólann yfir veturinn þar sem þau fá tækifæri til að skoða skólann, íþróttahús og sundlaug, taka þátt í íþróttatíma, nestistíma og hringekju. Á degi íslenskrar tungu fara leikskólabörnin í Akurskóla að hlusta á sögu og fyrir jólin fara þau að hlusta á jólasögu á bókasafninu ásamt því að fá piparkökur og mjólk. 1.bekkur kemur líka í heimsókn í leikskólann í ávaxtastund og tekur þátt í leikjum í krókum. Einnig hefur verið sameiginleg skemmtun í Akurskóla í lok vetrar.

© 2016 - Karellen