staff
Agnieszka Kinga Bankowska
Grunnskólakennari
Gulikjarni
Agnieszka er fædd og uppalin í Póllandi. Hún er með BA. gráðu í uppeldisfræði og MA. gráðu í sögu. Hennar aðaláhugamál eru tungumál, sálfræði, tónlist og kvikmyndir. Agniezka eða Aga eins og við köllum hana á 5 ára stúlku sem er einnig Hjallastefnustúlka. Aga er að læra Íslensku og ætlar að vera í afleysingum í vetur.
staff
Anita Sienkiewicz
Kjarnastjóri
Stúlknakjarni
Anita er grunnskólakennari að mennt og hefur einstaklega gaman að því að taka að sér áskoranir. Nýjasta áskorunin er Íslenska og gengur henni listavel að ná tökum á tungumálinu. Í frítíma sínum finnst henni skemmtilegast að fara í sund, stunda fitness og gleyma sér í leik með börnum. Hún er gift og á þrjú börn.
staff
Ásta Bjarney Hámundardóttir
Kjarnastjóri
Bláikjarni
Ásta Bjarney er kjarnastjórinn á Rauðakjarna en hún kemur til okkar frá Velli sem er líka Hjallastefnuskóli og má því segja að hún sé hokin af reynslu. Hún hefur alltaf verið með annan fótinn í barnastarfi allan sinn starfsframa. Ásta Bjarney fer um helgar í vöðlur og setur á sig kafaragleraugu og skoðar hvað er að finna í sjónum. Þegar hún rekst á slípuð glerbrot tekur hún þau heim og gerir úr þeim lampa.
staff
Björn Húnbogi Birnuson
Hópstjóri
Rauðikjarni
staff
Bryndís Steinþórsdóttir
Hópstjóri
Drengjakjarni
staff
Elen Eik Gunnarsdóttir
Starfsmaður við ræstingar
staff
Erla Ragnarsdóttir
Hópstjóri
Grænikjarni
staff
Guðrún Hanna Kristjánsdóttir
Kjarnastjóri
Grænikjarni
Guðrún er uppalin að mestu í Kópavogi en flutti hingað í Reykjanesbæ 2011. Hún er gift og á eina stúlku. Guðrún hefur áður starfað á leikskóla, þá í kópavogi og byrjaði hjá Akri haustið 2013. Áhugamálin Guðrúnar eru að njóta samverunnar með fjölskyldu og vinum, ferðalög, föndur og margt fleira.
staff
Guðrún Lilja Jónsdóttir
Aðstoðarleikskólastjóri (aðallega við stjórnun)
Guðrún Lilja er skólastjórinn á Akri en hún útskrifaðist sem leikskólakennari árið 2009 frá Háskóla Íslands. Hún byrjaði að vinna á leikskóla árið 2001. Hún hefur reynslu af Hjallastefnunni en hún vann á Leikskólanum Velli með námi. Hún flutti síðan búferlum á Laugavatn og er nú komin aftur til Reykjanesbæjar. Hennar helstu áhugamál eru bílar en hún hefur gaman af því að gera þá upp og gerir það vel.
staff
Guðrún Pálína Karlsdóttir
Leiðbeinandi í leikskóla 
Gulikjarni
staff
Heike Diemer Ólafsson
Kjarnastjóri
Grænikjarni
Heike er þýsk að uppruna og hefur búið á Íslandi í tugi ára. Hún er gift, fjögurra barna móðir og á tvö barnabörn.Heike hefur mikla reynslu af starfi með börnum og vann sem dagmóðir í 11 ár. Heike veit fátt betra en að vera með fjölskyldunni og horfa á góða bíómynd Heike er mjög fróðleiksfús og kláraði leikskólaliðanám á Keili 2009. Hún á mörg hugamál, m.a.útilegur,ferðalög og eiga góðar stundir með vinum og fjölskyldunni. Heike er múlti-kjarnakona sem lauk einnig stuðningsfulltrúanámi haustið 2014 ásamt því að vera kórstjóri jóðlkórs Akurs.
staff
Helga Andrésdóttir
Sérkennslustjóri
Helga útskrifaðist sem þroskaþjálfi frá Þroskaþjálfaskóla Íslands árið 1994 og lauk viðbótarnámi fyrir þroskaþjálfa til B.A. gráðu frá HÍ árið 2009. Helga hefur starfað í leikskólum, í sumarbúðum og ýmsum öðrum stöðum. Áhugamál Helgu er tónlist, en hún spilar á fiðlu í Sinfóníuhljómsveit áhugamanna. Hún á tvö börn og hefur komist að því á síðustu misserum að prjónaskapur er henni í blóð borin og prjónar hún í frítíma sínum hverja flíkina á fætur annarri.
staff
Hildur Þorsteinsdóttir
Afleysing
staff
Inga Hanna Ragnarsdóttir Linnér
Stuðningur
Gulikjarni
Hún Inga vinnur með okkur á Drengjakjarna, hún á tvö börn, eitt hér á Akri og eitt á leiðinni þangað. Hún hefur gaman af bakstri og syngur í kirkjukór.
staff
Íris Jóhanna Ólafsdóttir
Afleysinga Hópstjóri
staff
Jóna Hrund Óskarsdóttir
Kjarnastjóri
Gulikjarni
Jóna Hrund er uppalinn í Kópavogi og hefur starfað í leikskóla frá 1998. Hún hefur starfað við Hjallastefnuna frá haustinu 2001. Hún útskrifaðist sem leikskólaliði sumarið 2008. Áhugamál Jónu eru fjölskyldan, ljósmyndun og ferðalög innanlands sem utan. Jóna er í gift og á tvö börn
staff
Karlotta Sigurbjörnsdóttir
Hópstjóri
Grænikjarni
Karlotta er grunnskólakennari að mennt. Hún hefur áhuga á útivist og að njóta þess að vera með fjölskyldunni í skemmtilegum ævintýrum. Þegar hún er ekki að undirbúa barnastarf leggur hún kapp við að vefa körfur úr basti eða því sem hún finnur í gögnutúrum um fjöruna.
staff
Karólína S Sigurðardóttir
Leikskólakennari
Rauðikjarni
Karólína er fædd og uppalin í Keflavík en bjó í Danmörku í 10 ár. Hún útskrifaðist sem grunnskólakennari frá Háskóla Íslands í júní 2011 síðan bætti hún við sig árið 2016 leikskólakennararéttindunum. Hún kom til starfa á Akri í september 2011 eftir að hafa starfað sem sjúkraliði á hjúkrunarheimili frá árinu 2006. Helstu áhugamál Karólínu eru útivera ferðalög og ýmiskonar handavinna en einnig eru uppeldis og menntamál henni mjög hugleikin. Hún er gift og á tvo uppkomna drengi.
staff
Katarzyna Blasik
Leiðbeinandi í leikskóla 
Grænikjarni
staff
Katarzyna Urszula Walczak
Hópstjóri
Drengjakjarni
Katarzyna eða Kata eins og hún er oft kölluð hefur alltaf haft brennandi áhuga fyrir því að starfa með börnum og er það flott þar sem hún er svo flink við það. Í frítíma sínum eldar hún góðan mat og dansar tangó undir berum himni.
staff
Kolbjörn Ivan Matthíasson
Umsjónarmaður með tölvum
Bláikjarni
Kolbjörn Ivan, sem fæddist í Hvidovre hospital í Kaupmannahöfn árið 1986, útskrifaðist sem stúdent frá framhaldsskólanum á Laugum vorið 2006. Kolbjörn á ekki langt að sækja áhuga sinn á Hjallastefnunni því hann er sonur Matthíasar þróunarfulltrúa og hefur því tengst Hjallastarfi um nokkurt skeið. Kolbjörn heitir Ivan í höfuðið á dönskum langafa sínum sem hét Ivan Jørgensen. Kolbjörn stundar sjóveiði í draumum sínum og eldar lúðu. Hann er líka að klára master í menntunarfræði leikskóla.
staff
Lilja Haraldsdóttir
Kjarnastjóri
Stúlknakjarni
staff
Linda Björg Björgvinsdóttir
Starfsmaður í leikskóla
Gulikjarni
staff
Malwina Agnieszka Lodzinska
Hópstjóri
Rauðikjarni
Malwina okkar er sólargeisli sem brosar svo fallega. Henni finnst gaman að ferðast og hefur mikinn áhuga á bakstri. Þegar hún bakar þá er það athöfn sem fjölskyldan tekur öll þátt í. Hún á eina dóttur sem er Akurstúlka og gifti sig á síðasta ári. Hún hefur svo gaman af því að vinna á leikskóla að hún segir að þegar hún mætir á morgnana þá allt í einu er hún að fara heim í lok dags.
staff
Margrét Jóna Gunnarsdóttir
Leiðbeinandi í leikskóla 
Drengjakjarni
Margret Jóna kemur til okkar frá Velli þar sem hún hefur unnið með yngstu börnunum síðast liðin ár. Hún ákvað að færa sig yfir á Akur til þess að geta gengið í vinnuna en henni finnst það vera svo dásamlega skemmtilegt. Hún spilar á munnhörpu og er margfaldur meistari í stígvélakasti. Hún ætlar að taka þátt í jóðlkór Akurs en hún er fyrsti sópran.
staff
Sandra Dögg Ómarsdóttir
Leiðbeinandi í leikskóla 
Stúlknakjarni
staff
Sigríður Guðrún Ólafsdóttir
Matreiðslumaður
staff
Sigrún Eva Gerðardóttir
Hópstjóri
Stúlknakjarni
staff
Sigrún Gyða Matthíasdóttir
Leikskólastjóri (aðallega við stjórnun)
staff
Sigurrós Eggertsdóttir
Aðstoðarmatráður
Sigurrós hefur mikinn áhuga á tækjum og tólum, hún er með lyftarapróf og hyggst leggja kapp við list-akstur á lyftara. Hún hefur einnig mikinn áhuga á matargerð sem kemur sér einstaklega vel þar sem hún er aðstoðarmatráður. Sigurrós er brosmild og stúderar stjarnfræði í frítíma sínum.
staff
Sóley Hulda Þórhallsdóttir
Leiðbeinandi í leikskóla 
Gulikjarni
staff
Sunna Björg Ragnarsdóttir
hópstjóri
Drengjakjarni
staff
Tinna Dröfn Benjamínsdóttir
Leiðbeinandi í leikskóla 
Bláikjarni
staff
Valgerður Þórunn Ásgeirsdóttir
Leiðbeinandi í leikskóla 
Drengjakjarni
© 2016 - Karellen