staff
Agnieszka Kinga Bankowska
Hópstýra
Appelsínugulikjarni
Agnieszka er fædd og uppalin í Póllandi. Hún er með BA. gráðu í uppeldisfræði og MA. gráðu í sögu. Hennar aðaláhugamál eru tungumál, sálfræði, tónlist og kvikmyndir. Agniezka eða Aga eins og við köllum hana á 5 ára stúlku sem er einnig Hjallastefnustúlka. Aga er að læra Íslensku og ætlar að vera í afleysingum í vetur.
staff
Anita Sienkiewicz
Hópstýra
Fjólubláikjarni
Anita er grunnskólakennari að mennt og hefur einstaklega gaman að því að taka að sér áskoranir. Nýjasta áskorunin er Íslenska og gengur henni listavel að ná tökum á tungumálinu. Í frítíma sínum finnst henni skemmtilegast að fara í sund, stunda fitness og gleyma sér í leik með börnum. Hún er gift og á þrjú börn.
staff
Ásta Bjarney Hámundardóttir
Kjarnastjóri
Rauðikjarni
Ásta Bjarney er kjarnastjórinn á Rauðakjarna en hún kemur til okkar frá Velli sem er líka Hjallastefnuskóli og má því segja að hún sé hokin af reynslu. Hún hefur alltaf verið með annan fótinn í barnastarfi allan sinn starfsframa. Ásta Bjarney fer um helgar í vöðlur og setur á sig kafaragleraugu og skoðar hvað er að finna í sjónum. Þegar hún rekst á slípuð glerbrot tekur hún þau heim og gerir úr þeim lampa.
staff
Björn Húnbogi Birnuson
Kjarnastjóri
Bláikjarni
Björn Húnbogi eða Húnbogi eins og hann er alltaf kallaður hefur áranlanga reynslu af leikskólastarfi og hefur þá aðallega starfað í 5 ára starfi með börnum. Hann er einstaklega ljúfur og þolinmóður að eðlisfari og er lengi hægt að leita að falskari söngvara. Hann er stúdent frá Frammhaldsskólanum á Laugum af náttúrufræðibraut. Ásamt vinnu á Akri stundar hann nám í Borgarholtsskóla í leikskólaliðanámi. Húnbogi hefur gaman af því að lesa bækur og lagði hann stund á gítarnám sem ungur drengur.
staff
Bryndís Steinþórsdóttir
Hópstjóri
Appelsínugulikjarni
Bryndís kom til liðs við Akur eftir að hafa unnið á hjallastefnuleikskólanum Öskju í Reykjavík en lengst af starfaði hún á hjallastefnuleikskólanum Velli uppi á Ásbrú. Það má því með sanni segja að hún sé hokin af reynslu. Bryndís byrjaði að vinna á Velli árið 2008 og hefur dundað sér í háskólanámi með vinnu en hún er að læra uppeldisfræði með áherslu á kynjafræði. Bryndís er fæddur og uppalinn Njarðvíkingur og þegar hún er í stuði á hún það til að semja Njarðvískar sögur með áherslu á fuglalíf.
staff
Eiríka Sigurjóna Jónsdóttir
Hópstjóri
Gulikjarni
Eiríka hefur margra ára reynslu af starfi með börnum og kemur til okkar hokin af reynslu frá vinum okkar í Garðaseli. Eiríka á þrjár dætur og átti eitt sinn páfagauk. Eiríku finnst skemmtilegast að baka pönnukökur á þrjár pönnur og er lunkin stærðfræðingur. Þegar Eiríka er ekki að sinna barnastarfi eða pönnukökubakstri finnst henni gaman að ganga um Njarðvík með hjólbörurnar sínar og taka upp rusl.
staff
Elen Eik Gunnarsdóttir
Ræstitæknir
Elen Eik sér um síþrif á Akri. Hún gerir það af alúð og hefur hún ryksugu á bakinu og syngur Ghost busters á meðan hún ryksugar. Elen Eik smíðar litla báta í frítíma sínum úr spreki sem hún finnur þegar hún gengur upp á Keili. Hún gerir það sjaldan nú orðið en sprekhaugurinn var orðinn nógu góður til að endast í nokkur ár.
staff
Erla Ragnarsdóttir
Þroskaþjálfi
Erla okkar er þroskaþjálfi að mennt en það er ekki það eina sem hún gerir, hún er líka einstaklega flink að suma flíkur og vera brosmild og skemmtileg. Erla kemur til okkar frá hjallastefnuleikskólanum Velli þar sem hún starfaði um árabil bæði sem hópstjóri og sem kjarnastjóri. Hennar helstu áhugamál eru hestar, sléttir og mjúkir hælar og þorskar.
staff
Guðbjörg Jónsdóttir
Hópstjóri
Gulikjarni
Guðbjörg er orðin Njarðvíkurmær en hún ólst upp í Kópavogi. Guðbjörg býr hér ásamt eiginmanni og tveir dásamlegum börnum sem bæði hafa verið á Akri. Guðbjörn hefur mikla reynslu af verslunarstörfum en ákvað að kominn væri tími til breytinga og fann sig svona líka vel í barnastarfi. Hennar helstu áhugamál eru útivera, barnastarf og gæðastundir með fjölskyldunni.
staff
Guðrún Arndís Jóhannsdóttir
Hópstjóri
Fjólubláikjarni
Guðrún Arndís, eða Gunna, er úr Reykjavík og hefur gaman af því að lesa sögur og horfa á skemmtilega þætti og bíómyndir. Hún er útskrifuð úr Húsmæðraskólanum í Reykjavík og kláraði leikskólaliðanám. Gunna leggur nú stund á nám í leikskólakennarafræðum í HÍ og uppáhaldsliturinn hennar er blár. Hún getur látið tungubroddinn snerta nefið og hreyft eyrun! Gunna vann í Hjallastefnuleikskólanum Hnoðraholti áður en hún flutti í Njarðvík ásamt syni sínum og sameinaðist okkur á Akri.
staff
Guðrún Hanna Kristjánsdóttir
Kjarnastjóri
Rauðikjarni
Guðrún er uppalin að mestu í Kópavogi en flutti hingað í Reykjanesbæ 2011. Hún er gift og á eina stúlku. Guðrún hefur áður starfað á leikskóla, þá í kópavogi og byrjaði hjá Akri haustið 2013. Áhugamálin Guðrúnar eru að njóta samverunnar með fjölskyldu og vinum, ferðalög, föndur og margt fleira.
staff
Guðrún Lilja Jónsdóttir
Leikskólastjóri
Guðrún Lilja er Leikskólastjóri á Akri á meðan Sigrún Gyða eignast barn. Guðrún Lilja útskrifaðist sem leikskólakennari árið 2009 frá Háskóla Íslands. Hún á tvö börn og tvær kisur. Hún byrjaði "óvart" að vinna á leikskóla í Mosfellsbæ árið 2001 og eftir það var ekki aftur snúið að vinna með börnum. Hún hefur reynslu af Hjallastefnunni en hún vann á Leikskólanum Velli með námi frá 2008 og þar til 2012. Hún flutti síðan búferlum annað í þrjú ár og er nú komin aftur til Reykjanesbæjar og hefur unnið á Akri frá 2015. Hún útskrifaðist úr Diplomanámi á Meistarastigi árið 2018 í Jákvæðri Sálfræði og eru tilfinningar barna hennar hjartans mál.
staff
Guðrún Pálína Karlsdóttir
Afleysing
Rauðikjarni, Grænikjarni
Hver er þessi Guðrún Pálína spyrð þú? Svarið er einstaklega listrænn og skemmtilegur hópstjóri á Akri sem hefur unun af leiklist og söng. Guðrún Pálína er fædd og uppalin í Reykjanesbæ en hún á það til að ferðast austur og vera stúlkan sem starir á hafið.
staff
Halla Björk Víðisdóttir
Hópstjóri
Appelsínugulikjarni
Halla Björk kemur til okkar frá leikskólanum Barnabóli á Skagaströnd sem einnig er Hjallastefnuleikskóli. Hún er með stuðaralímmiða á hjólbörunum sínum sem stendur á ,,made in sveitin" og var alin upp af tveimur kindum. Í frítíma sínum safnar hún gorkúlum og þurrkar.
staff
Halldóra Ósk Guðmundsdóttir
Stuðningur
Rauðikjarni, Gulikjarni
staff
Heike Diemer Ólafsson
Stuðningsfulltrúi
Rauðikjarni
Heike er þýsk að uppruna og hefur búið á Íslandi í tugi ára. Hún er gift, fjögurra barna móðir og á tvö barnabörn.Heike hefur mikla reynslu af starfi með börnum og vann sem dagmóðir í 11 ár. Heike veit fátt betra en að vera með fjölskyldunni og horfa á góða bíómynd Heike er mjög fróðleiksfús og kláraði leikskólaliðanám á Keili 2009. Hún á mörg hugamál, m.a.útilegur,ferðalög og eiga góðar stundir með vinum og fjölskyldunni. Heike er múlti-kjarnakona sem lauk einnig stuðningsfulltrúanámi haustið 2014 ásamt því að vera kórstjóri jóðlkórs Akurs.
staff
Helga Andrésdóttir
Sérkennslustjóri
Helga útskrifaðist sem þroskaþjálfi frá Þroskaþjálfaskóla Íslands árið 1994 og lauk viðbótarnámi fyrir þroskaþjálfa til B.A. gráðu frá HÍ árið 2009. Helga hefur starfað í leikskólum, í sumarbúðum og ýmsum öðrum stöðum. Áhugamál Helgu er tónlist, en hún spilar á fiðlu í Sinfóníuhljómsveit áhugamanna. Hún á tvö börn og hefur komist að því á síðustu misserum að prjónaskapur er henni í blóð borin og prjónar hún í frítíma sínum hverja flíkina á fætur annarri.
staff
Íris Jóhanna Ólafsdóttir
Hópstjóri
Bláikjarni
Íris Jóhanna er einn af reynsluboltunum sem vann á Velli um árabil, hún er að leggja lokahönd á grunnskólakennarafræðin í Háskóla Íslands. Íris er einstaklega flink í skipulagningu og skemmtunum ásamt því að vera söngelsk með meiru. Íris á tvo drengi og tvo hunda.
staff
Jóna Hrund Óskarsdóttir
Kjarnastjóri
Gulikjarni
Jóna Hrund er uppalinn í Kópavogi og hefur starfað í leikskóla frá 1998. Hún hefur starfað við Hjallastefnuna frá haustinu 2001. Hún útskrifaðist sem leikskólaliði sumarið 2008. Áhugamál Jónu eru fjölskyldan, ljósmyndun og ferðalög innanlands sem utan. Jóna er í gift og á tvö börn
staff
Karólína S Sigurðardóttir
Kjarnastjóri
Grænikjarni
Karólína er fædd og uppalin í Keflavík en bjó í Danmörku í 10 ár. Hún útskrifaðist sem grunnskólakennari frá Háskóla Íslands í júní 2011 síðan bætti hún við sig árið 2016 leikskólakennararéttindunum. Hún kom til starfa á Akri í september 2011 eftir að hafa starfað sem sjúkraliði á hjúkrunarheimili frá árinu 2006. Helstu áhugamál Karólínu eru útivera ferðalög og ýmiskonar handavinna en einnig eru uppeldis og menntamál henni mjög hugleikin. Hún er gift og á tvo uppkomna drengi.
staff
Katarzyna Blasik
Hópstjóri
Grænikjarni
Kata okkar er hópstjóri og töfrakona. Hún dundar sér við kökugerð þegar hún er ekki að sinna dásamlegum börnum. Hún er svo flink í kökugerð að kökurnar hennar seljast í fínustu veislurnar. Kötu er svo sannarlega margt til lista lagt en hún syngur, föndrar og skellihlær.
staff
Kolbjörn Ivan Matthíasson
Meðstjórnandi
Kolbjörn er meðstjórnandi í fjarveru Sigrúnar. Kolbjörn Ivan er alinn upp á Laugum í Reykjadal og vann á Hjallastefnuleikskólanum Hólmasól á Akureyri um árabil. Hann lærði heimspeki í Hákskóla Íslands með áherslu á heimspekilegt starf með börnum. Lýðræði í barnastarfi er honum hjartans mál og einbeitti hann sér að heimspekilegum samræðum við börn í lokaverkefninu sínu til M.Ed. Kolbjörn útskrifaðist sem leikskólakennari árið 2019. Kolbjörn sinnir tónlistasmiðju Akurs og sér til þess að allir kjarnar í húsi hafi aðgang að dásamlegri tónlist. Helstu áhugamál Kolbjörns eru bókalestur og át.
staff
Lilja Schou Haraldsdóttir
Kjarnastjóri
Appelsínugulikjarni
Lilja okkar hefur einstakt lag á börnum og hænast öll börn að henni. Hún er ljúflingur sem hefur tekið sig til og stofnað falska kórinn ásamt vini sínum honum Húnboga. Lilja er leikskólaliði að mennt ásamt því að stunda leikskólakennaranám við Háskóla Íslands. Ásamt því að vera kjarnastjóri þá sér hún líka um hin ýmsu húsnæðismál á Akri
staff
Lilja Sóley Hermannsdóttir
Afleysing
Grænikjarni
staff
Linda Björg Björgvinsdóttir
Leiðbeinandi
Linda er í fæðingarorlofi. Linda okkar er aðstoðarhópstjóri á Gulakjarna, hún vinnur eftir hádegi. Linda kom til okkar þegar henni langaði að prófa að vinna á leikskóla og viti menn það gekk svona líka dásamlega. Linda hefur gaman af því að vera í góðra vina hópi, hlusta á tónlist og veiða fisk í frítíma sínum
staff
Malwina Agnieszka Lodzinska
Hópstjóri
Grænikjarni
Malwina okkar er sólargeisli sem brosar svo fallega. Henni finnst gaman að ferðast og hefur mikinn áhuga á bakstri. Þegar hún bakar þá er það athöfn sem fjölskyldan tekur öll þátt í. Hún á eina dóttur sem er Akurstúlka og gifti sig á síðasta ári. Hún hefur svo gaman af því að vinna á leikskóla að hún segir að þegar hún mætir á morgnana þá allt í einu er hún að fara heim í lok dags.
staff
Margret Jóna Gunnarsdóttir
Hópstjóri
Fjólubláikjarni
Margret Jóna kemur til okkar frá Velli þar sem hún hefur unnið með yngstu börnunum síðast liðin ár. Hún ákvað að færa sig yfir á Akur til þess að geta gengið í vinnuna en henni finnst það vera svo dásamlega skemmtilegt. Hún spilar á munnhörpu og er margfaldur meistari í stígvélakasti. Hún ætlar að taka þátt í jóðlkór Akurs en hún er fyrsti sópran.
staff
Marta Renata Rozanska
Stuðningur
Bláikjarni
staff
Natalia Chwala
Enskukennari
Fjólubláikjarni
Natalia er enskukennari Hjallastefnunnar á Suðurnesjunum, hún er menntaður kennari og eru hennar helstu áhugamál tungumál. Hún hefur einnig einstaklega gaman af því að hjóla. Natalía ferðast á milli skólanna Sólborg, Völlur, Gimli og Akur. Natalía er nýbúi á Íslandi og er að læra Íslensku meðfram vinnu.
staff
Ragnhildur I Ólafsdóttir
Stuðningur
Fjólubláikjarni
staff
Sigríður Guðrún Ólafsdóttir
Matráður (Chef de cuisine)
Sirrý okkar er stoða og stytta Akurs, hún eldar handa okkur svona líka dásamlegan mat og gerir allt frá grunni. Hún ákvað að bæta enn betur við og lærði súrdeigsbrauðsgerð og hefur bætt því við á matseðilinn hjá okkur. Sirrý er ekki bara töfrakonan í eldhúsinu hún er einnig sérstakur stílisti Akurs og kennir skólastjórnendum hvernig best sé að haga skrifstofu og svo lengi mætti telja. Sirrý er einnig meðlimur í garðyrkjufélagi Íslands og stendur fyrir skógrækt á Akri. Akur datt sko í lukkupottinn þegar Sirrý mætti á svæðið.
staff
Sigrún Eva Gerðardóttir
Hópstjóri
Appelsínugulikjarni
Sigrún Eva hefur sent alla sína bræður í Hjallastefnuna og líkaði svona líka vel að hún vildi slást í hóp okkar mögnuðu kennara. Sigrún er svo heppin að heita sama nafni og leikskólastjórinn að hún fær reglulega bollu að gjöf. Það verður víst að segjast að Sigrún hræðist geitur en hún lætur það ekki stoppa sig frá því að fara með hópinn sinn um víðan völl þrátt fyrir að geta átt það á hættu að hitta geit á förnum vegi.
staff
Sigrún Gyða Matthíasdóttir
Leikskólastýra
Sigrún Gyða er í fæðingarorlofi. Sigrún Gyða er alin upp á Laugum í Reykjadal fyrir norðan og finnur hún mikla tengingu við Norðan fólkið í Game of Thrones. Sigrún er komin af kennurum en báðir foreldrar hennar eru kennarar. Sigrún byrjaði að vinna í Hjallastefnunni sem liðvettlingur frá 13 ára aldri og hefur verið viðloðandi við stefnuna síðan. Sigrún hefur unnið á Ásum í Garðabæ, Hjalla í Hafnarfirði, Velli á Ásbrú, Sólborg í Sandgerði en ákvað að setjast að og skjóta rótum á Akri. Sigrún er Þroskaþjálfi í grunninn og nam M.Ed í menntunarfræðum leikskóla og skartar því starfsheitinu leikskólakennari. Í námi voru hennar helstu áherslur; námssamfélag fyrir alla og vinna með einhverfum börnum. Helstu áhugamál Sigrúnar eru leirkerarennsla, sjósund, frjálsar íþrótti, stangveiði, hjólreiðar, sjónvarpsáhorf, nammiát, hollusta, freiðibað, stígvélakast, kanínuræktun, staðfesta, leikskóladagatalagerð og skýrslugerð, svo fátt eitt sé nefnt.
staff
Sigrún Hrefna Sævarsdóttir
Hópstjóri
Rauðikjarni
Sigrún Hrefna er fædd og uppalin í Keflavík og hefur ekki langt að sækja áhuga sinn á barnastarfi en móðir hennar starfar á Tjarnaseli í Keflavík. Sigrúnu finnst skemmtilegast að ferðast bæði innanlands sem utan og hefur mikinn áhuga á lyftingum og heilsurækt. Hún stefnir á að mennta sig í framtíðinni sem einkaþjálfari og næringafræðingur. Sigrún Hrefna á lítinn naggrís sem heitir Thanos og er alger dýravinur. Einn góðan veður dag ætlar Sigrún að setja íslandsmet í rúlli, en hún á það til að rúlla sér niður brekkur og svo hefur hún gaman af því að grípa bolta.
staff
Sigurður Guðmundsson
Stuðningur
Rauðikjarni
Sigurður eða Siggi eins og hann er gjarnan kallaður kemur til okkar frá Garði, hann hefur mikla reynslu af frístundastarfi og umhirðu golfvalla. Hans helstu áhugamál eru golf, fótbolti og sund. Hann útskrifaðist úr Fjölbrautaskóla Suðurnesja 2014. Hann veit fátt fallegra en að sjá vaskan golfara slá fyrsta högg á fyrsta teig í morgunsólinni.
staff
Sigurrós Eggertsdóttir
Aðstoðarmatráður (Chef de plonge)
Sigurrós hefur mikinn áhuga á tækjum og tólum, hún er með lyftarapróf og hyggst leggja kapp við list-akstur á lyftara. Hún hefur einnig mikinn áhuga á matargerð sem kemur sér einstaklega vel þar sem hún er aðstoðarmatráður. Sigurrós er brosmild og stúderar stjarnfræði í frítíma sínum.
staff
Sóley Hulda Þórhallsdóttir
Hópstýra
Rauðikjarni
Sóley hefur unnið á Akri með hléum síðan hún sleit barnaskónum. Hún ferðaðist um tíma með frystitogara um strandir Afríku þar sem hún fékk sér tattoo með blómi úr flóru Íslands í hverri höfn. Hún hefur dálæti af því að klappa kattardýrum, sér í lagi blettatígrum. Sóley er strangættuð af norðausturlandi og unir sér vel í löngum rútuferðum. Þegar Sóley er beðin um að lýsa sjálfri sér þá brestur hún í söng og valhoppar af vettvangi. Sóley stundar einnig nám í leikskólakennarafræðum við Háskólann á Akureyri.
staff
Sunna Björg Ragnarsdóttir
hópstjóri
Bláikjarni
Sunna er einstaklega hæfileikarík kona sem ferðast um á mótorhjóli þegar hún kemst á þannig grip ásamt því að stunda bílaviðgerðir og box. Hún á lítinn dreng og býr í Höfnum ásamt unnusta sínum. Helstu áhugamál Sunnu fyrir utan að vera einstaklega svöl er söngur, samspil á hörpu og munnhörpu og dýr. Sunna var einmitt að láta draum sinn rætast og eignaðist hest um daginn. Hún bíður spennt eftir svari frá MAST um leyfi til að rækta flóðhesta á Höfnum.
staff
Thelma Dögg Pálsdóttir
Stuðningur
Fjólubláikjarni
Þegar við fundum Thelmu þá var hún berfætt með berjaling á milli tánna, hún hefur nefninlega svo mikinn og ákafann áhuga á náttúrunni. Milli þess sem hún faðmar tré og plöntur þá safnar hún fjögurra blaða smárum og trjádrumbum. Thelma stundar skák og forritun í frítíma sínum.
staff
Vilborg Ósk Jónsdóttir
Hópstýra
Gulikjarni
Vilborg er búsett í Garði ásamt unnusta sínum og dóttur. Hún hefur mikinn áhuga á hrossarækt en sökum ofnæmis og ofsahræðslu ákvað hún að fara aðra leið í lífinu. Þar duttum við í lukkupottinn en Vilborg er einstaklega hæfileikarík í framleiðslu á hvalahljóðum sem hún tekur upp í heimastúdíóinu sínu á fullu tungli.
© 2016 - Karellen