Innskráning í Karellen


Akur er Hjallastefnuleikskóli sem er starfræktur í Reykjanesbæ.

Leikskólinn er opinn frá 7:45-16:15

Leikskólinn Akur tók til starfa haustið 2007 og hefur Hjallastefnan rekið skólann frá upphafi. Skólinn er 1110 m2 að stærð með 6 kjörnum.

Akur er staðsettur í Innri-Njarðvík en mikil fólksfjölgun hefur verið þar á undanförnum árum. Leikskólinn er vel staðsettur hvað náttúru varðar. Börnin hafa mólendi og fjöru í göngufæri sem að sjálfsögðu er nýtt til fullnustu. Fjaran við Narfakotsseylu er útikennslusvæði barna og íbúa í Reykjanesbæ. Svæðið hefur verið þróunarverkefni þeirra þriggja leik- og grunnskóla sem eru í Innri-Njarðvík.

Á fræðsluvef Hjallastefnunnar er að finna nánari upplýsingar, m.a. um meginreglur og kynjanámskrá Hjallastefnunnar.


© 2016 - Karellen