Kjarnar

Á Akri eru 6 kjarnar, kjarni er okkar orð yfir deild og hefur sömu merkingu þó með öðrum áherslum. Kjarnar eru sjálfstæðar einingar þar sem börn og kennarar vinna í sameiningu að markmiðum sínum. Börnunum er svo skipt niður í sjálfstæða hópa, hver með sinn kennara.

Kjörnunum er skipt í Stúlknaeiningu og Drengjaeiningu. Þeir eru sitt hvorum megin í húsinu en samkvæmt kynjanámsskrá Hjallastefnunnar er sérstökum vinahópum ætlað að hittast á hverjum degi og iðka það sem við köllum kynjablöndun en þau hittast kynin og gera verkefni á jafnréttisgrundvelli.


Stúlknaeining


Bláikjarni

Kjarnastjóri: Ásta Bjarney

Fjöldi nemenda er 26 og fjöldi starfsmanna er 4.

Á Bláakjarna eru elstu stúlkurnar en þær eru að taka fyrstu skrefin í lestur, skrift og stærðfræði enda byrja flestar þeirra í skóla næsta haust. Þeim er skipt í 4 hópa, vetur-sumar-vor og haust.

Grænikjarni

Kjarnastjóri: Rakel Hámundardóttir

Fjöldi nemenda er 26 og fjöldi starfsmanna er 5.

Á Grænakjarna eru 26 stúlkur á aldrinum 3-4 ára. Fjórir kennarar eru á kjarnanum og er hvor um sig hópstjóri með einn hóp. Hjá okkur er alltaf líf og fjör, hópatíma tvisvar sinnum á dag og leikum okkur á valsvæðum. Vettvangsferðirnar eru reglulegar, langar og stuttar.

Stúlknakjarni

Kjarnastjóri: Lilja Haraldsdóttir

Fjöldi nemenda er 15 og fjöldi starfsmanna er 3.

Stúlknakjarni er fyrir yngstu stúlkurnar í skólanum. Hjá okkur eru 15 stúlkur á aldrinum tveggja til þriggja ára í þremur hópum. Þrír kennarar eru á kjarnanum og hefur því hver hópur sinn hópstjóra. Á kjarnanum hjá okkur er alltaf líf og fjör, við förum í hópatíma einu sinni á dag, höfum valtíma og erum duglegar að fara út.


Drengjaeining


Rauðikjarni

Kjarnastjóri: Karólína (Kalla)

Fjöldi nemenda er 24 og fjöldi starfsmanna er 4.

Á Rauða kjarna eru þrír aldurskiptir hópar, 3-5 ára drengir. Á kjarnanum okkar er ávallt glaumur og gleði. Vettvangsferðir eru reglulegar, langar sem stuttar. Við njótum þess að skoða okkar nánasta umhverfi og allt það skemmtilega sem það hefur upp á að bjóða.

Gulikjarni

Kjarnastjóri: Jóna Hrund

Fjöldi nemenda er 21 og fjöldi starfsmanna er 4.

Guli kjarni er miðdrengjakjarni, á milli yngsta og elsta kjarna. Þrír kennarar eru á kjarnanum og er hver um sig hópstjóri með einn hóp. Á kjarnanum okkar er alltaf líf og fjör, við förum í hópatíma tvisvar á dag, veljum í vali fjórum sinnum á dag og erum duglegir að fara út.

Drengjakjarni

Kjarnastjóri: Magga Jóna

Fjöldi nemenda er 16 og fjöldi starfsmanna er 3.

Drengjakjarni er fyrir yngstu drengina í skólanum. Hjá okkur eru drengir á aldrinum tveggja til þriggja ára í þremur hópum. Þrír kennarar eru á kjarnanum og er hver um sig hópstjóri með einn hóp. Á kjarnanum okkar er alltaf líf og fjör, við förum í hópatíma tvisvar á dag, leikum okkur á valsvæðum og erum duglegir að fara út.

© 2016 - Karellen