news

Útskriftarhópur 2019

07. 06. 2019

Gleðin var við völd þann 7.júní þegar við útskrifuðum þennan flotta 2013 árgang úr leikskólanum okkar.

Stoltar fjölskyldur og kennarar (sumir með tár á hvarmi) dáðust að þessum snillingum þegar þau sungu sig inn í hjarta allra viðstaddra með fallegum og skemmtilegum lögum. Börnin fengu útskriftarbækur sínar afhentar eftir sönginn ásamt óskastein og tré sem heitir Ölnir. (Ölnir er Birkisbróðir sem þolir vel veðráttu og salt Suðurnesjanna).

Síðan voru þegnar léttar veitingar, safaríkir ávextir, ostar og drykkir og fólk blandaði geði hvert við annað.

Við megum vera ansi stolt af þessum börnum okkar sem eru að fara að stíga sín fyrstu skref í grunnskóla og óskum við þeim alls hins besta á lífsleiðinni.

© 2016 - Karellen