Innskráning í Karellen
news

Þorraþema 2019

06. 02. 2019

Sameiginlegt þorraþema var haldið með leikskólanum Holti og Akurskóla ásamt Stapaskóla við Dalsbraut. Þetta er orðin árleg og skemmtileg hefð en elstu börn leikskólanna og yngstu börn grunnskólanna hittast í 4 daga og skipta sér niður á nokkrar stöðvar. M. a er farið í Víkingaheima og Stekkjakot ásamt því að börnin fá að heimsækja hina skólana og læra um margt tengt gömlum hefðum og Þorranum. Síðasta daginn er svo samsöngur og þorraveisla.

Hér eru örfáar myndir frá Akri þar sem börnin fengu kennslu í þjóðbúningahefðum íslendinga á 18. og 19.öld. ásamt hristu/hljóðfæragerð.

© 2016 - Karellen