news

Samvinna í samskiptalotu

04. 11. 2019

Í dag hófst samskiptalotan sem er þriðja lotan í kynjanámskrá Hjallastefnunnar, drengirnir á Gulakjarna sjást á myndinni í samstöðuæfingum þar sem þeir vinna saman að því að færa rekaviðardrumbinn. Samvinnuverkefni eru efst á baugi í þessari lotu og bygging hópstolts. Lykilhugtökin eru : umburðarlyndi, hjálpsemi, víðsýni og samstaða. Þessi lota er í raun stór partur af eineltisáætlun Hjallastefnunnar því hér er fjallað um samskiptin í sinni víðustu mynd, nemendum kennt að virða landamæri annarra og standa saman um jákvæða framkomu og hegðun, það má því segja að þessi lota snúist um félagslega jákvæðni

© 2016 - Karellen