Innskráning í Karellen
news

Raunveruleikatengd verkefni

26. 11. 2018

Það að kynna börnum fyrir raunveruleikatengdum verkefnum er mikilvægur huti af skólastarfinu. Þar getum við æft okkur í að bera virðingu fyrir umhverfinu og mikilvægi samfélags. Við tökum okkur reglulega til og förum yfir húsbúnaðinn okkar í sameiningu og sjáum hvað gæti þurft að lagfæra eða þrífa. Það sama á við um kjarnana okkar. Það er einstakt stolt í augum barna sem hafa þrifið gluggann sinn eða hert skrúfu á borðfæti. Eins og sést á myndinni þá þarf það alls ekki að vera kvöð að ditta að húsbúnaði. Það er í raun hægt að gera það stórskemmtilegt með því að hafa gleðina við völd!

© 2016 - Karellen