news

Krakkahestar í heimsókn

06. 05. 2021

Við á Akri fengum hina árlegu heimsókn frá Krakkahestum þann 6.maí.

Flest öll börn prófuðu að fara á bak en sum létu sér það nægja að horfa á úr fjarlægð eða fá að klappa hestunum. Fyllsta öryggis er ávallt gætt og fylgir kennari og starfsmaður Krakkahesta hverju barni einn hring inná lokuðu svæði.

Við fengum aldeilis flott veður og skemmtu börn og kennarar sér konunglega!

© 2016 - Karellen