news

Gjöf frá foreldrafélaginu

27. 01. 2021

Okkar frábæra foreldrafélag gaf Akri nýjan Ipad til þess að nýta í sérkennslu með börnum. Erla og Helga tóku við gjöfinni en hún Sigrún Bjarglind afhenti hana fyrir hönd foreldrafélagsins. Nú er Erla með sérkennsluna á móti Helgu sem er á mánudögum hjá okkur en hún sinnir verkefnum fyrir Reykjanesbæ hina dagana.


Þess má til gamans geta að foreldrafélagið gaf einnig öllum börnunum bók og púsl til að taka heim rétt fyrir jólin til að gleðja börnin þar sem ekkert jólaball var haldið það árið. Svo færði félagið okkur einnig nýjar bækur inn á alla kjarna til þess að nýta í starfi og fyrir börnin.

Takk kærlega fyrir okkur!

© 2016 - Karellen