Innskráning í Karellen
news

Fjölmenning á Akri

02. 11. 2017

Í leikskólanum Akri er mikill fjölbreytileiki. Nemendur okkar og starfsfólk eiga samtals 14 tungumál. 21 nemendur eiga einn eða báða foreldra sem eiga annað móðurmál en íslensku. Við fögnum þessum margbreytileika á ýmsan hátt. Eitt af fjölmenningarverkefnum okkar er að kynnast einu af þeim tungumálum sem töluð eru á leikskólanum, á söngfundunum á föstudögum. Við munum byrja næstkomandi föstudag, þann 3 nóvember. Fyrsta tungumálið sem kynnt verður er pólska. Á töflunum fyrir framan kjarnana munu vera orðskýringar á viðkomandi tungumáli og fáni þess/þeirra nemanda/nemenda tala málið.

Þeir nemendur sem eiga pólsku að móðurmáli eru:

Jan Adrian Lazny, Michal Rudak, Artin Matusiak, Michal Chwaszczynski, Hanna Blasik og Helena Kuleszewicz

Þeir kennarar sem eiga pólsku að móðurmáli eru:

Agnieszka Kinga Bankowska, Katarzyna Blasik, Katarzyna Ursula Walczak og Anita Sienkiewicz.

Í fjölmenningarverkefnisnefnd eru Kalla og Guðrún Lilja sem eru verkefnisstjórar, Aleksandra, Katarzyna Ursula, Katarzyna Blasik, Guðrún Hanna og Erla Ragnarsdóttir (þegar hún kemur úr fæðingarorlofi).

© 2016 - Karellen