Innskráning í Karellen
news

Agalotan hefst

28. 08. 2023

Núna er að hefjast fyrsta lota skólaársins samkvæmt kynjanámskrá Hjallastefnunnar. Fyrsta lotan er Agi og eru lotulyklar hennar virðing, hegðun, kurteisi og framkoma. Oft er sagt að Agalotan sé mikilvægasta lotan í þeim skilningi að hún er nauðsynlegur undanfari alls annars í námskránni okkar og jafnvel í öllu skólastarfinu. Börnin læra á umhverfi sit, tengjast kennurum og æfa helstu hegðunarreglur og góð samskipti. Bæði börn og kennarar æfa röð, reglu og rútínu sem mun fylgja þeim út skólaárið ástamt því að leggja áherslu á geðtengslamyndun. Þjálfun í kurteisi og mannasiðum, æfing í að heilsast og kveðjast, borðsiðir og umgengni um fataklefa eru raunveruleikatengd verkefni í þessari lotu.

© 2016 - Karellen