Innskráning í Karellen
news

Yngstu börnin

04. 04. 2022

Yngstu börnin eru alveg sérstaklega dásamlegur hópur sem hefur þarfir sem þarf að mæta á ólíkan hátt og eldri börnin. Oftar en ekki þarf kennari hjá yngri að vera tilbúin með marga ólíka hópatímahugmyndir fyrir hvern hópatíma þar sem athyglin dvelur í stutta stund við hvert verkefni. Þá er sjónrænt áreiti í umhverfinu mikilvægara en hjá eldri börnum. Við tölum um að okkar yngstu börn eru að fara úr fangi í fang. Við tökum á móti fjölskyldum sem eru að æfa sig í að treysta öðrum fyrir gersemunum sínum oft einmitt úr fangi foreldis í fyrsta skipti og í fang kennara.

Það var svo gaman hjá vinkonum og vinum í vinahópatíma að leika sér með fallhlífina inni í sal um daginn og hláturinn ómaði um. Við erum svo stolt af okkar dásamlega kennarahópi og þeirri vinnu sem við sjáum á degi hverjum í að glæða hvern dag lífi, gleði og kærleika.

© 2016 - Karellen