news

Útskriftarhátíð 2022

21. 05. 2022

Við héldum dýrindis útskriftarveislu með elstu börnunum og aðstandendum þeirra föstudaginn 20. maí.

Sigrún Gyða skólastjóri flutti mjög fyndna ræðu áður en börnin sungu fyrir gestina. Flutt voru lögin Draumar geta ræst eftir Jón Jónsson, Komdu með í álfanna heim úr Benedikt Búálf og svo auðvitað þjóðsöngur Hjallastefnunnar Vikivaki eftir Valgeir Guðjóns.

Börnin fengu svo gjafir, merktur sundpoki frá foreldrafélaginu, Rjúpnavíði sem er fljótstprottin og harðger planta, minningabók með listaverkum og myndum frá veru þeirra í leikskólanum og svo forláta orkustein.

Að lokum voru sprengdar innibombur börnunum til mikillar skemmtunar.

Við óskum öllum útskriftarhópnum velfarnaðar á lífsins leið.


© 2016 - Karellen