Innskráning í Karellen
news

Útskriftarferð í Vatnaskóg 2022

30. 05. 2022

Elstu börnin fóru í sína útskriftarferð ásamt kennurum í síðustu viku. Farið var í Vatnaskóg eins og venja er en þar eru Sumarbúðir KFUM og KFUK. Á leiðinni var komið við á Miðdal í Kjós og skoðuð húsdýr og afkvæmi þeirra.

Gist var í tvær nætur og margt skemmtilegt brasað eins og bátsferð á Eyrarvatni, fjöruferð, skógarferð, kvöldvökur og hoppikastalafjör.

Á bakaleiðinni var stoppað í Ísbúð Garðabæjar þar sem börnin snæddu ís.

Að lokum urðu miklir fagnaðarfundir þegar börnin komust á leiðarenda til óþreyjufullra foreldra.

Takk fyrir frábæra ferð!

© 2016 - Karellen