Innskráning í Karellen
news

Foreldrasamtöl og heimaviðtöl

08. 03. 2022

Það að hafa foreldrasamtöl á laugardögum er hefð sem skapast hefur í Hjallastefnunni og er þá markmiðið að fjölskyldurnar geti komið saman og bæði kennarar og börn í fríi. Við á Akri tökum á móti okkar dásamlegu börnum í leiki í salnum á meðan foreldrar spjalla við sína kennara. Upphaflega hófst þessu hefð til þess að mæta þörfum foreldra til að vera ekki að taka orlof í vinnu til að mæta í foreldrasamtöl. Núna finnst okkur þetta bara mjög notalegt og er þetta hátíðardagur hjá okkur kennarahópnum.

Heimaviðtöl eru einnig valmöguleiki fyrir foreldra. Við mælum eindregið með að foreldrar prófi heimaviðtöl en það gefur kennrunum og börnum auka tengingu. Gleðin sem fylgir því að kennarinn hafi komið í heimsókn og fengið að sjá dótið heima og átt kósí spjall við foreldra sem jafnvel eru á náttfötunum að njóta þess að horfa á morgunsjónvarp. Það er eitthvað alveg sérstaklega dásamlegt við það og mælum við sem höfum reynslu af heimaviðtölum mikið með þeim.


Á myndinni er dásamlegi Nóvemberkaktusinn sem ákvað að vera núna páskakaktus. Sirrý okkar í eldhúsinu hefur alltaf séð til þess að við á Akri fáum að njóta þess að vera með vel grænar plöntur í kringum okkur.

© 2016 - Karellen