Innskráning í Karellen
news

Foreldrar duglegir að taka til hendinni!

29. 06. 2022

þann 10. maí komu galvaskir foreldrar á Akur og settu niður Jörfavíði í kringum trjálundinn okkar. Einnig voru settar niður 10 aspir sem eru 1.5 m og tvær 4m aspir. Þá var hlúð að þeim trjám sem fyrir eru og þeim gefinn áburður. Dagurinn gekk mjög vel og mun fleiri sem vildu koma, það koma önnur tækifæri.

Eftir vel heppnað verk var boðið upp á heimagerða spænska kartöflu og hvítlaukssúpu ásamt Foccasiunni sem Sirrý okkar gerir með þeyttu hvítlaukssmjöri! Takk fyrir okkur elsku foreldrar.

Hér fyrir neðan má sjá Finn og Sigríði sem standa í brúnni þegar kemur að trjárækt í skólanum! Við erum svo sannarlega trjáræktarskólinn!

© 2016 - Karellen