Innskráning í Karellen
news

Foreldraframlag: Hestar í heimsókn á Akri

21. 04. 2023

Í dag fengum við góða gesti í heimsókn. Mamma og amma Jóns Gauta á Gulakjarna og Völku Mareyjar á Appelsínugulakjarna buðu upp á ótrúlega skemmtilegt foreldraframlagð. Þær komu með tvo af hestunum þeirra, þá Svaka og Tinna og fengu drengirnir á Rauðakjarna og stúlkurnar á Bláakjarna að kíkja á þá, setjast á bak, kemba þá og gefa þeim nammi. Börnin voru ótrúlega flink í kring um hestana og kát að hitta þá.

Hestarnir munu koma aftur í heimsókn dagana 16. og 17 maí. Þann 16. maí munu miðkjarnarnir, Gulikjarni og Grænikjarni fá tíma með þeim og þann 17. maí munu yngrikjarnarnir, Fjólubláikjarni og Appelsínugulikjarni fá tíma með þeim.

© 2016 - Karellen