Innskráning í Karellen
news

Vorverkin hafin og allskonar fréttir

09. 05. 2019

Veðrið hefur aldeilis leikið við okkur síðustu daga og hafa börn og kennarar nýtt sér það til fullnustu. Hópar þeysast um í vettvangsferðum og byrjað er að vinna í garðinum okkar. Við höfum fengið nýja mold í beðin og eru börn og kennarar búin að skella niður kartöflum og lauk.

Til eru fræ....gulrætur og radísur og eitthvað fleira skemmtilegt til þess að sá í fleiri beð.

Við erum komin með "drullukar" en það er kar með mold em börnin fá að drullumalla í bak við skúrinn í garðinum. Sem betur fer eiga flest heimili þvottavélar sem sjá um að þvo föt barnanna þegar heim er komið.

Við erum byrjuð að nota sólarvörn þar sem sólin er loksins farin að láta sjá sig og notum við Eucerin spf 30 sensetive.

Hænurnar okkar koma ekki fyrr en eftir sumarfrí þar sem við viljum ekki taka þær hingað rétt fyrir sumarfrí og rugla þær heldur gefa þeim færi á að finna öryggi á nýju heimili sínu.


© 2016 - Karellen