news

Víetnamskar nýárskveðjur

12. 02. 2021

Nú er í gangi nýársfögnuður í ýmsum asíulöndum, Víetnam þar á meðal þar sem hátíðin heitir Tết Nguyên Đán. Við eigum einn góðan fulltrúa í leikskólanum frá Víetnam og mætti hún í glæsilegum nýárskjól sem hún sýndi okkur á söngfundi.

Við foreldra og aðstandendur viljum við því segja an khang thịnh vượng og við börnin viljum við segja chúc hay ăn chóng lớn. Gleðilegt nýtt ár!


© 2016 - Karellen