news

Vatnaskógur 2019

25. 05. 2019

Þann 20. maí lögðum við af stað í ævintýri með elsta árganginum á Akri. Ferðalagið var hið árlega útskriftarferðalag þar sem börn og kennarar fara í þriggja daga ferðalag í Vatnaskóg, við byrjuðum á því að heimsækja sveitabæ í Kjós og skoðuðum dýrin. Við fengum að halda á kettlingum, hvolpum og klappa lömbum. Þar grilluðum við pylsur og héldum síðan af stað í Vatnaskóg. Þar biðu okkar ýmis ævintýri eins og bátsferð, göngutúrar um skóginn og nærumhverfi, leikir, heitt kakó hjá skógarálfinum Kúrímúrímúr og kvöldvökur. Veðrið lék við okkur á meðan á dvöl okkar stóð. Starfsfólk Vatnaskógar stóð sig með stakri prýði og við skemmtum okkur einstaklega vel. Þegar kom heimferðardeginum voru blendnar tilfinningar í hópnum, sumir vildu vera áfram á meðan aðrir voru spenntir að fara heim og segja foreldrum sínum frá upplifunum sínum í Vatnaskógi. Það er alveg ljóst að börnin uxu um nokkra sentimetra í ferðalaginu og við kennararnir sem fórum gætum ekki verið stoltari af dásemdardúskunum sem við erum að fara að útskrifa eftir 4 ára samveru. Það er ómetanlegt að fá traust frá okkar foreldrum að fara með þau í svona skemmtilegt ferðalag sem einkennist af gleði, hamingju og kærleik.

© 2016 - Karellen