news

Vatnaskógur 2021 og útskrift

30. 05. 2021

Hin árlega útskriftarferð í Vatnaskóg var farin dagana 19-21 maí. 17 börn og 5 kennarar skelltu sér saman í rútu og upplifðu skemmtilegt ævintýri þar sem komið var við á sveitabæ, þar var grillað og dýrin skoðuð. Svo beint í Vatnaskóg þar sem börnin nutu þess að fara í hoppukastala, allskonar leiki, bátsferð, skoða kúrímúrímúr,Eurovisionpartý, borða góðan mat og margt fleira. Ferðin heppnaðist einstaklega vel og skemmtu allir sér konunglega og enduðu ferðina í ísbúðinni í Garðabæ áður en haldið var heim til spenntra foreldra.

Vatnaskógarferðirnar gleymast seint og börnin virðast stækka um nokkur númer á líkama og sál.

Síðan voru börnin útskrifuð þann 28.maí í sal leikskólans við dásamlega athöfn þar sem þau sungu fyrir fjölskyldur sínar og þáðu svo gjafir og útskriftamöppurnar sínar. Takk fyrir samveruna á Akri síðustu ár elsku börn og foreldrar!

© 2016 - Karellen