news

Útskrift elstu barna

26. 06. 2020

Okkar dásamlegu börn á Bláa-og Rauðakjarna útskrifuðust frá leikskólanum Akri þann 5. júní við hátíðlega athöfn.

Að þessu sinni var útskrifað í litlum hópum þar sem allir fengu að njóta sín með kennara sínum, leiksskólastjóra og foreldrum. Börnin sungu falleg lög fyrir foreldra og fengu svo útskriftarbækur sínar, óskasteina, merkta sundpoka og birkigræðling að gjöf.

Við starfsfólk á Akri óskum börnunum og þeirra fjölskyldum velfarnaðar á nýjum slóðum og hjartans þakkir fyrir samfylgdina í gegnum árin

© 2016 - Karellen