news

Ungur nemur gamall temur og foreldrasamtöl

25. 10. 2019

Á myndinni má sjá okkar dásamlegu drengi af 5 ára kjarna (Rauða kjarna) að aðstoða yngstu vini sína á útisvæði. Við erum alltaf að æfa okkur í gleði og kærleika ásamt virðingu og hjálpsemi.

Þess má einnig geta að á morgun verða foreldrasamtöl á Akri, boðið verður eins og venjulega upp á barnagæslu í sal skólans og verða kennarar með fjáröflun. Að þessu sinni verður til sölu heimalagaður varningur í formi : Chillisultu, súrdeigsbrauði og heimagerðar borðtuskur.

© 2016 - Karellen