news

Takk fyrir samstarfið Erla okkar

15. 03. 2019

Elsku Erla, lífið kallar

Leiðir okkar skilja í dag

góðar vættir vaki allar

verndi og blessi æ þinn hag.

Í dag var síðasti dagur Kristínar Erlu eða ömmu Erlu eins og hún er gjarnan kölluð hér í húsi. Kristín Erla hefur verið skólafreyjan og húsráður hér á Akri frá því skólinn opnaði. Hún ætlar að fara og njóta þess að vera með ömmubörnunum og hefur lofað okkur því að heimsækja okkur sem oftast. Við kveðjum hana því ekki heldur þökkum henni fyrir samstarfið. Hún fékk þakkarveislu í dag með köku og gjöfum.

© 2016 - Karellen