Innskráning í Karellen
news

Starfsdagur 5. október

26. 09. 2018

Þann 5. október halda kennarar á Akri af stað til höfuðborgarinnar þar sem þeir halda á símenntunarnámskeið Hjallastefnunnar. Þar hittast hópstjórar sem starfa með börnum á svipuðum aldri og kyni. Þeir efla sig saman í metnaðarfullu jafnréttisstarfi ásamt því að fá fyrirlestra og verkefni. Einnig verður sér starfsstöð þar sem farið verður yfir sérkennslumál, málstefna rædd og fræðsla um fjölmenningu. Kokkarnir hittast á einni stöð og fara yfir matarstaðla Hjallastefnunnar sem eru ávallt í þróun. Okkur hlakkar mikið til að efla okkur og hitta aðra kennara sem starfa innan Hjallastefnunnar. Frábært eða frábært!

© 2016 - Karellen