news

Sóttkví - Quarantine

11. 03. 2020

Skólinn verður í sóttkví næstu tvo daga vegna Nóróveiru. Það hefur í för með sér að skólanum verður lokað fimmtudaginn 12. og föstudaginn 13. mars. Ákvörðun um það var tekin til að minnka áhættu á frekari útbreiðslu þessarar bráðsmitandi veirusýkingar. Á meðan skólinn er lokaður þá verður hann hreinsaður af fagfólki og munum við sjást hress og kát í tandurhreinum skóla á mánudaginn 16. mars.

Á meðan sóttkvíin varir biðjum við ykkur um að fylgjast vel með hvort upp koma einkenni Nóróveiru sem eru niðurgangur, uppköst, magapína og ógleði og takmarka umgengni ef þið eða börnin finna fyrir þessum einkennum. EInnig biðjum við ykkur að passa að börnin eigi ekki samneyti við aðra nemendur leikskólans, við starfsfólkið munum einnig fara eftir þessu.

Ef börnin finna fyrir einkennum þá verða þau að vera orðin einkennalaus í tvo daga til að það sé öruggt að mæta aftur í skólann.

Góða helgi og gangi ykkur vel,

Starfsfólk Akurs.


English:

The school will be quarantined for the next two days due to Norovirus. The school is therefore closed on Thursday, 12th and Friday the 13th of March. It was decided to quarantine the school to try limit the spread of this highly contagious disease. While the school is closed it will be cleaned by professionals and we look forward to seeing you all in a clean school on Monday the 16th of March.

While the quarantine is in effect we ask you to be mindful of the symptoms of Norovirus which are, diarrhea, vomiting, stomach ache and nausea and to stay away from others if you or your children develop these symptoms. We would also like to ask you to not have the children meet other students of the school, the staff will also follow these directives.

If the children develop symptoms they must be free of them for at least two days before it's safe to come back to school.

Have a great weekend and good luck,

The staff of Akur.

© 2016 - Karellen