news

Kynning á tungumáli

25. 10. 2019

Föstudaginn 18.október kom Ohana til okkar en hún er frá Grænhöfðaeyjum. Ohana á 2 stúlkur hér hjá okkur á Akri. Hún kom til okkar á söngfund, sagði okkar aðeins frá Grænhöfðaeyjum en það er eyjaklasi með 10 eyjum en einungis er búið á 9. Krökkunum fannst fáninn keimlíkur íslenska fánanum en hann er líka blár með hvítri og rauðri rönd en hinn hefur 10 stjórnur sem tákna eyjarnar. Ohana söng fyrir okkur eitt lag og kenndi okkur nokkur orð.

hæ- oi,
góðan dag- Bom día,
bless- tchau,
takk fyrir - obrigada,
já- si,
nei-nao,
hvað heitir þú ? - marea keh bo nome'?
ég heiti...- nha nome é

.

© 2016 - Karellen