Innskráning í Karellen
news

Kjarnakvöld/foreldrakvöld

23. 11. 2018

Á haustin höfum við skapað þá hefð að bjóða foreldrum að koma á svokallað kjarnakvöld. Á því kvöldi er farið yfir 5 ára starfið með foreldrum barnanna í elsta árgangi ásamt því að kynna Vatnaskógarferðalagið.

Foreldrar allra barna fá kynningu á hugmyndafræði Hjallastefnunnar og boðið er einnig upp á kynningu á okkar dásamlegu stefnu á ensku.

Að því loknu fara foreldrar með kennurum sinna barna inn á kjarna þar sem þeir fá innsýn inn í daglegt starf, dagskipulag og valið okkar.

Vel er mætt til vinafunda eins og sagt er í laginu og eru okkar foreldrar mjög duglegir að mæta á þessa yndislegu hauststund, enda deilum við því fallega hlutverki með foreldrum að ala upp dásamleg börn.

Húrra fyrir foreldrum og kennurum!

© 2016 - Karellen