news

Kartöfluuppskeran er komin í hús

23. 09. 2019

Á vordögum settum við niður kartöflur, við fengum kóngabláar kartöflur og hið séríslenska gullauga og rauðar kartöflur frá Garðyrkjufélagi Íslands. Nú á haustdögum er komið að uppskerutíð og er gaman að fá með fiskinum regnbogalitaðar kartöflur sem ræktaðar eru hér á okkar eigin útisvæði. Þess ber að geta að kóngabláu- kartöflurnar brögðuðust einstaklega vel, mildar í bragði og mjög góðar.

© 2016 - Karellen