Innskráning í Karellen
news

Hjalli-model í Washington DC

03. 07. 2018

Hjallastefnan var beðin um að halda erindi á Global forum on Girls Education II, ráðstefna sem haldin var í Washington. DC 18-20 júní. Á vegum Hjallastefnunnar fór Sigrún Gyða okkar ásamt góðu teymi þeim Írisi skólastjóra á Hjalla í Hafnarfirði og Áka meðstjórnanda á Hjalla. Þau kynntu kynjauppeldi Hjallastefnunnar við mikið lof þeirra sem sóttu erindið. Margrét Pála var einnig með erindi um Hjallastefnuna, upphaf og þörf fyrir samfélagslega ábyrgð í jafnréttismálum.

Halla Tómasdóttir fyrrverandi Hjallaforeldri og forsetaframbjóðandi var kynnt til sögunnar af okkar dásamlegu Margréti Pálu og ræddi um mikilvægi þess að kennarar í stúlknaskólum gerðu sér grein fyrir að þeir væru að mennta leiðtoga framtíðarinnar og mikilvægi þess að stúlkurnar fái tækifæri til að rækta sín innri gildi og standa með þeim. Hennar fyrirlestur bar heitið frá hugrekki til sjálfstrausts. Margrét og Halla svöruðu svo saman spurningum úr salnum.

Segja má að Hjallastefnan hafi vakið mikla lukku í Washington DC. enda vitundarvakning um styrkingu stúlkna og mótvægisvinnu gegn samfélagslegri mismunun. Við Hjallastefnufólk komum einnig inn á mikilvægi þess að styrkja drengi jafnframt í þessari vinnu og byggja upp samfélag sem er fyrir öll kyn.

Hér má sjá Írisi, Áka og Sigrúnu Gyðu í grasagarði.

© 2016 - Karellen