Innskráning í Karellen
news

Heimsókn frá Póllandi

16. 01. 2020

Í vikunni fengum við á Akri þrjá póslka leikskólakennara í heimsókn til okkar. Þær voru mjög áhugasamar um Hjallastefnuna og starfið okkar á Akri en þær fengu kynningu á því hjá Guðrúnu Lilju og Kolbirni Ivan sem sýndu þeim skólann, kynntu fyrir þeim kynjanámskrána og meginreglurnar ásamt því að fara aðeins yfir sögu Hjallastefnunnar, áherslur og kynjaskipt skólastarf. Einnig fengu þær að fylgjast með Köllu okkar í hópatíma og tóku svo virkan þátt. Stúlkurnar á Bláa kjarna sungu fyrir þær pólsk lög ásamt því að kenna þeim smá íslensku. Agatha, Monika og Kasia biðja kærlega að heilsa og senda kveðjur frá Super Kids í Póllandi. Á myndinni eru þær ásamt Guðrúnu Lilju, Jónatan og Kolbirni Ivan.

© 2016 - Karellen