news

Heimaræktaðar kartöflur snæddar

25. 09. 2020

Í sumar höfum við verið að rækta kartöflur í matjurtagarðinum okkar.

Nú þegar uppskerutíminn er runninn upp þá var brugðið á það ráð að steikja kartöflurnar í ofni og hafa þær sem snarl með nónhressingunni. Drengirnir á Rauðakjarna sáu um eldamennskuna og skáru kartöflur í margvíslega búta svo steikingin myndi heppnast betur. Þeir voru svo með í ráðum þegar kartöflurnar voru settar í fat með olíu, salti og kryddi.

Allir kjarnar fengu svo til sín dýrindis sendingu af steiktum kartöflum sem voru, eins og áður sagði, snæddar með nónhressingunni.


© 2016 - Karellen