news

Hænsnafréttir

26. 11. 2019

Það hefur verið langþráður draumur hjá okkur á Akri að vera með hænur. Sá draumur er hægt og rólega að verða að veruleika og er nú að koma að þessu. Eins og náttúran gefur til kynna þá er besti útungunartíminn á vorin. Því erum við búin að fjárfesta í útungunarvél með aðstoð þróunarsjóðs foreldra. Við munum fá landnámshænsnaegg frá Þykkvabæ í mars. Það er vægast sagt spenna í loftinu en við viljum vanda vel til verka og gerum þetta því á réttum tímum og rólega. Annars : JIBBÍKÓLA!

© 2016 - Karellen