Innskráning í Karellen
news

Framkomuvika á Akri

26. 09. 2018

Þessi vika heitir framkomuvika og er uppskeruvika þar sem við fögnum árangri sem náðst hefur í agalotunni okkar góðu sem varað hefur síðustu fjórar vikurnar. Við æfðum okkur sérstaklega í: Virðingu, hegðun, kurteisi og framkomu. Drengirnir á Rauðakjarna gerðu listavegg fyrir framan vinkonu kjarnann sinn eins og sést á myndinni. Vinkonurnar á Bláakjarna eru sko heppnar að eiga svona fallega vini sem hugsa svona fallega til þeirra.

Kennarar mæta í skólann í dag eftir lokun og undirbúa komandi lotu í kynjanámskrá Hjallastefnunnar en það er Sjálfstæðilotan. Þar æfum við sérstaklega; sjálfstyrkingu, sjálfstraust, öryggi og tjáningu.

© 2016 - Karellen